Flýtilyklar
Ást og afbrot
Lögregluvernd
Lýsing
1. maí. Þjóðhátíðardagur Lukinburg. St. Feodor, á tröppunum við torgið framan við höllina. –Eftir þrjá mánuði verður St. Feodor gestgjafi þegar hópur fyrirmenna frá systurborg okkar í Bandaríkjunum kemur í heimsókn. Við ætlum að kynna Bandaríkjamennina fyrir heillandi landinu okkar og sýna þeim að þeir þurfa jafnmikið á okkur að halda og við á þeim. Þeir þurfa á fallegu náttúrunni og hæfileikaríka fólkinu okkar að halda. Smellir frá myndavélum í mannþrönginni blönduðust saman við suðið frá fjölmiðlafólkinu sem sagði fréttirnar á mismunandi tungumálum og hávaðinn var eins og bakgrunnshljóð fyrir brestina í gamla hátalarkerfinu. Allir biðu eftir að litla fjallalandið Lukinborg í Austur-Evrópu færi að blómstra aftur eftir margra áratuga kúgun og tæki sinn réttmæta sess á sviði heimsins einu sinni enn. Svarthærð kona í kremlitaðri dragt kom aftan að prinsinum við ræðupúltið og ýtti laust í öxlina á honum. –Ekki gleyma að nefna nafn borgarinnar yðar tign, sagði hún. –Takk Galina, hvíslaði prinsinn og sneri sér aftur að hljóðnemanum. –Kansas City í Missoury, systurborg okkar, verður félagi okkar í Lukinborg til framtíðar og saman munum við njóta virðingar og blómstra. Við verðum frábærir vinir. Fagnaðarlætin voru ærandi. Prinsinn lagaði gleraugun aðeins og horfði yfir mannfjöldann gegnum skothelda glerið sem umlukti ræðupúltið, framhjá skiltunum þar sem lýst var yfir stuðningi við nýja stjórnarfarið og á þungbúna mótmælendur sem voru ekki eins jákvæðir og biðu eftir tækifæri til að láta í sér heyra. Áður fyrr hefði mannþröng af þessari stærð í borginni,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók