Flýtilyklar
Ást og afbrot
Þjóðgarðurinn
Lýsing
Sjö. Flestir héldu að það væri happatala. Hann hafði meira að segja haldið það sjálfur. Þetta átti að vera sjöunda ferðin
hans, síðasta verkefnið á önninni, síðasta hreingerningin áður en hann gæti farið til Mexíkó að sleikja sólskinið allan veturinn. Senjorítur, sjóskíði og bjór... allt sem þurfti til að verða hamingjusamur.
En nú starði hann á rándýrið og var kominn á þá skoðun að sjö væri óhappatala.
Grábjörninn hoppaði um á framfótunum eins og hundur sem langaði til að leika sér, en hann var nógu vel að sér um
birni til að vita að þessum var ekki leikur í hug. Nei, þessi hegðun var ógnandi.
Hann gekk eitt skref aftur á bak án þess að hafa augun af bangsa. Svört augu dýrsins virtu hann fyrir sér og lögðu á
hann mat.
Hann hefði gefið aleiguna til að vera þriggja metra hár á þessu augnabliki. Ekki í fyrsta sinn.
–Góður bangsi, sagði hann og rétti hendurnar upp. –Góður bangsi. Svo leit hann um öxl, en maðurinn sem hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók