Ást og óvissa

Leikur örlaganna
Leikur örlaganna

Leikur örlaganna

Published 1. október 2014
Vörunúmer 10 - 2014
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Wyatt McCabe lögreglufulltrúi stillti kíkinn og
fylgdist með konunni. Lyla Pearson. Hún teymdi
rauða meri inn í hlöðu rétt fyrir aftan litla sveitabýlið og honum sýndist hún vera að tala við
hrossið. Jafnvel eins og hún væri að syngja fyrir
það.
Hún líktist ekki manneskju sem var við það að
fara að fremja glæp.
Ekki enn í það minnsta.
En eitt var víst... hann hafði aldrei hitt hana.
Wyatt var nokkuð viss um að hann hefði munað
eftir því þó að það væri ekki margt sem vakti sérstaka athygli í fari hennar.
Hún var um 175 cm á hæð. Meðalstór. Brúnt
hár bundið í tagl.
Hún var í gallabuxum og snjáðum leðurjakka...
sem var eiginlega einkennisbúningur þeirra sem
unnu með hesta. Það var nokkuð sem hann þekkti
svolítið til þar sem hann hafði unnið á búgarði
fjölskyldunnar.
Wyatt leit á úrið. Klukkan var rétt rúmlega sjö
að morgni sem þýddi að fröken Pearson myndi
fljótlega skipta úr kúrekastelpugallanum yfir í
fötin sem hentuðu aðstoðarforstjóra rannsóknardeildar lögreglunnar í San Antonio. Hann ætlaði
að elta hana þangað líka. Reyndar ætlaði hann
ekki að líta af henni fyrr en hann væri búinn að
átta sig á því hvað væri í gangi.
Hann ætlaði að fá svör við spurningum sínum.
Og þessar spurningar vörðuðu barnið sem hún
bar undir belti.
Það var engin sýnileg kúla á m

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is