Flýtilyklar
Ást og óvissa
Skotmark morðingja
Lýsing
Theo Canton óskaði þess að það væri til betri aðferð til að stöðva morðingja, hvað sem var annað en að koma hingað á Beckettbúgarðinn til að trufla brúðkaup, en ef upplýsingarnar voru réttar yrði kannski annað morð framið í kvöld.
Kannski yrði Ivy Beckett myrt.
Kannski öll fjölskyldan og systir hans líka því þau yrðu undir sama þaki við athöfnina sem átti að fara fram á morgun.
Theo vildi alls ekki að það sama gerðist, sem hafði gerst fyrir 10 árum, þegar tvær manneskjur voru myrtar. Hann fékk hnút í magann við það eitt að hugsa um þetta og gamlar minningar rifjuðust upp. Hann varð samt að bægja þeim frá sér, annars myndi hann missa einbeitinguna.
Hann hafði komið nógu illa fram áður og þurfti ekki að bæta við það.
Theo tók síðustu beygjuna að búgarðinum og sá skreytingarnar á girðingunum, bláa satínborða sem blöktu í maígolunni. Engir vinnumenn voru sjáanlegir og enginn morðingi heldur en hann gæti verið hérna, tilbúinn til að ráðast til atlögu.
Síminn hringdi og hann sá nafnið á skjánum. Wesley Sanford, félagi hans í lögreglunni sem hafði látið Theo vita af því að morðingi gæti verið á leiðinni á búgarðinn. Theo hélt athyglinni við veginn og umhverfið en ýtti á takkann til að stilla símtalið á hátalarann.
–Er eitthvað að frétta? spurði Wesley strax.
–Nei, ekki ennþá, en hjá þér?
–Ég verð kominn á lögreglustöðina
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók