Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Barn í hættu
Hún hikaði aftur en hvessti augun reglulega á
hann. –Allt í lagi. Nei. Þú þarft ekki að koma en
það væri góð hugmynd að einn fulltrúa þinna kæmi
heim og svipaðist um. Þakka þér fyrir, fógeti.
Strax og hún sleit símtalinu, virti Maya hann
fyrir sér, sérstaklega augun. –Fógetinn staðfesti
hver þú værir. Hann vissi að þú værir að koma í
bæinn. Hann hafði þegar skilið eftir skilaboð á símsvaranum mínum heima og nú er maður á leiðinni
heim til að ganga úr skugga um að enginn sé þar.
–Gott, tautaði Slade. En hann treysti heimamönnum ekki. Ef og þegar hann kæmi að húsinu
hennar Mayu, færi hann sjálfur yfir allt þar.
–Fógetinn sagði að ég gæti beðið hérna uns
hann hefur gengið úr skugga um að allt sé í lagi
heima, bætti hún við. Hún starði aðeins lengur á
hann, hnussaði og færði sig svo í farþegasætið svo
hann gæti sest við stýrið.
–Takk. En Slade var nokkuð viss um að hann
hljómaði ekki einlægur, sérstaklega þar sem hann
var bara að þakka henni fyrir að komast að sannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í faðmi laganna
Hann hreyfði sig ekki. Gaf ekki frá sér neitt hljóð.
Hann vildi sjá hvort óboðni gesturinn væri vopnaður,
en gat ekki verið viss.
–Upp með hendur, urraði Harlan og rauf þögnina.
Óboðni gesturinn greip andann á lofti og sneri sér
við, eins og til að leggja á flótta. Það léti Harlan ekki
gerast. Hann ætlaði að sjá hver væri svo djarfur eða
vitlaus að brjótast inn til löggæslumanns um miðja
nótt. Hann kastaði sér á þrjótinn og skellti honum að
veggnum.
En þetta var ekki hann.
Harlan fann það fljótt því bringan á honum lenti á
brjóstum hennar.
–Þetta er ég, sagði konan og andaði ört.
Harlan þekkti röddina strax og teygði aftur
höndina til að kveikja ljósið á ganginum.
Caitlyn Barnes.
Það voru nokkur ár síðan hann sá hana síðast en
andlitið var auðþekkjanlegt.
Og líkaminn.
Harlan þekkti vel brjóstin sem þrýstust að honum.
Og þótt sú góða minning hefði skapast fyrir mörgum
árum, voru ekki margar nýlegar góðar minningar
þegar kom að konunni sjálfri.
Hann tók skref aftur á bak og leit í blá augu
hennar, sá kvíðann í þeim áður en hún lyfti höfðinu
ögrandi upp. Hann vissi að hún reyndi að virðast
vera öruggari en hún var. Það var af því að hann
sjálfur var tæpir 190 sentímetrar á hæð, einum
fimmtán sentímetrum hærri en hún, og líklega fjöru
tíu kílóum þyngri. Hann var stór maður og enginnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Nætureinvígi
Eða kannski var líðan hans bara vegna heim
sóknar Lenoru Whitaker.
Þar til kvöldið áður hafði hann ekki heyrt frá
henni síðan... jæja, bara síðan.Tæpir tveir mán
uðir voru liðnir og Clayton hafði búist við að
þannig yrði það áfram.
–Er allt í lagi? spurði Harlan McKinney.
Vinnufélagi hans og fósturbróðir sat í horni her
bergisins, sem var fullt af skrifborðum. Harlan
var að skoða skýrslur en miðað við áhyggjusvip
inn á andliti hans hafði hann einnig veitt Clayton
athygli.
Þá áttaði Clayton sig á því að hann hafði fært
höndina að byssunni í leðurslíðrinu við mittið.
Gamall vani.
Stundum væri óskandi að geta slökkt á löggu
kerfinu í heilanum, en hann hafði verið alríkis
fulltrúi í tæpan áratug. Of lengi til að geta slökkt
á kerfinu. Eða fá góðan nætursvefn.
–Ég veit ekki hvort allt sé í lagi, sagði Clayton.
–Ég er með slæma tilfinningu fyrir þessu.
Það fékk Harlan til að koma að glugganum.
Clayton beið, horfði á þurrkublöðin reka
regn dropana af framrúðu pallbílsins. Þetta var
engin þægileg aprílskúr. Frekar úrhelli. Innan
skamms heyrði hann fótatak frá stiganum. Ekki
dæmigert fótatak.
Háir hælar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Glæpur fortíðar
Dallas Walker alríkisfulltrúi virti fyrir sér mennina
þrjá sem voru fyrir framan kirkjuna í Maverick
Springs. Allir voru í svörtum jakkafötum en bungurnar
undir jökkunum gáfu til kynna að þeir væru
vopnaðir.
Hvað voru vopnaðir gestir að gera í brúðkaupi?
Brúðkaupinu hennar Joelle.
Þessi þrjú orð fengu maga hans til að herpast
saman og að sjá vopnuðu mennina gerði hnútinn
bara verri.
Eitthvað var að hérna... á mörgum sviðum.
Dallas færði höndina að Glock .22 skammbyssunni
í slíðrinu og gekk upp hellulagða stíginn að
dyrunum. Eins og við mátti búast fékk hann
athygli mannanna þriggja. Þeir sneru sér að honum
og einn þeirra hvíslaði eitthvað í lítinn
hljóðnema sem hann hafði festan við úlnliðinn.
Sá stærsti þeirra, sköllóttur náungi sem var
vaxinn eins og varnarmaður í amerískum fótbolta,
steig í veg fyrir Dallas. –Ertu gestur brúðarinnar
eða brúðgumans? spurði hann, ekkert sérstaklega
vinalega.
Dallas velti svarinu fyrir sér í eitt augnablik og
ákvað að velja það svar sem kæmi honum sem
fyrst inn í kirkjuna, án vandræða.
Ef það var mögulegt.
Hann benti á skjöldinn sem festur var við
beltið. –Ég heiti Dallas Walker og er alríkisfulltrúi.
Færðu þig eða ég færi þig.
Ekki sérlega vinalegt af hans hálfu en hann
hafði þó gefið þeim valkosti. Svona nokkurn veginn.
Á einn eða annan hátt, skyldu þeir færa sig.
Kjálki mannsins varð að járni og hann leit á
manninn með hljóðnemann. Sá bar úlnliðinn aftur
að munninum og ætlaði eflaust að segja eitthvað
sem yrði til þess að hann þyrfti að kljást við þessa
rudda og einnig brúðgumann. En hátt ískur og
hreyfing fyrir aftan þá fékk þá alla til að teygja sig
í vopnin.
Engin hætta.
Hljóðið kom frá glugga sem var opnaður í aldar
gömlu kirkjunni. Og þarna var hún.
Joelle.
Hún leit út til hans. Enginn brúðarkjóll en hún
var í hvítum slopp og aprílgolan reyndi að krækja
í ljóst hárið sem hún hafði tekið upp. Hún hvessti
augun á þá alla.
SérstaklegaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óboðinn gestur
Hún stansaði rétt fyrir innan dyrnar til að svipast
um í íbúðinni og tryggja að hún hefði ekki
gleymt einhverju. Hér var ekkert með tilfinningalegt
gildi, ekki frekar en annar staðar þar
sem hún hafði búið. Og þannig yrði það ekki
heldur á næsta stað, hugsaði hún. Hún hafði
lært fyrir löngu síðan að tengjast engu.
Barið var að dyrum og hún hrökk í kút. Hún
fraus, gætti þess að gefa ekki frá sér neitt hljóð.
Var þetta eigandinn, herra McNally, að reyna að
fá leiguskuldina greidda? Hún hefði átt að fara
fyrr.
Aftur var bankað. Hún velti fyrir sér að bíða
bara þar til hann gæfist upp en leigubíllinn
hennar var þegar að bíða niðri. Hún yrði að tala
sér leið út úr byggingunni. Það var ekki eins og
þetta væri í fyrsta skipti sem hún lenti í
klemmu.
Hún opnaði dyrnar, tilbúin að gera hvað sem
þyrfti til að komast út í leigubílinn.
Þetta var ekki herra McNally.
Sendill stóð þarna með brúnt umslag,
klemmuspjald og penna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Jól á búgarðinum
Stórar snjóflygsur liðu niður frá miðnæturbláum
vetrarhimni.
Tanner Tag Cardwell stansaði og sneri
andlitinu mót himninum. Það var langt síðan hann
hafði lent í svona snjókomu.
Jólaljósin skinu í gluggum allra fyrirtækjanna í
neðra þorpinu í Big Sky og hann heyrði White
Christmas óma út úr einni skíðabúðinni.
En það var annars konar tónlist sem kallaði til hans
í kvöld, þegar hann gekk í gegnum snjóinn að
Canyon-barnum.
Þegar hann ýtti á hurðina skall ylurinn á honum,
ásamt lykt af bjór og kunnuglegri kántrýtónlist.
Hann brosti þegar hljómsveitin fór að spila gamlan
slagara, lag sem hann hafði lært á hné pabba síns. Tag
lét dyrnar lokast á eftir sér og hristi snjóinn af nýja
skíðajakkanum á meðan hann svipaðist um. Hann
hafði þurft að kaupa sér jakkann því hann hafði búið
fyrir sunnan í tuttugu og eitt ár.
Þetta var föstudagskvöld nokkrum dögum fyrir jólVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Uppgjör fortíðar
Vindurinn ýtti við greinum aspartrjánna og lét gullin laufin dansa þegar Jordan Cardwell gekk upp brekkuna að grafreitnum. Hann var með strá- hatt á höfðinu sem hann hafði fundið á snaga við bakdyr búgarðshússins.
Hann hafði ekki verið með kúrekahatt á höfðinu síðan hann hafði farið frá Montana fyrir tutt- ugu árum, en þessi nægði til að sólin brenndi hann ekki. Það var auðveldara að brenna hér hátt uppi, mun auðveldara en í New York.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leyndarmál hennar
Zane Chisholm varð hissa þegar barið var að dyr- um. Hann hafði eytt hlýjum sumardeginum á hestbaki, að smala nautgripum. Nú vildi hann bara komast úr stígvélunum og fara snemma í háttinn. Síst af öllu vildi hann félagsskap.
En sá sem bankaði virtist ekki ætla að hætta því í bráð. Þar sem hann bjó á enda moldarvegs fékk hann sjaldan óboðna gesti... nema bræður
sína fimm. Það þrengir hringinn, hugsaði hann þegar hann gekk að glugganum og leit út.
Bíllinn sem stóð fyrir utan var lítill, límónu- grænn og með númeraplötu merktri ríkisháskól- anum í Montana. Greinilega ekki einn bræðra hans, hugsaði hann og glotti. Enginn af Chisholm-karlmönnunum léti sjá sig í svona stelpulegum bíl. Sérstaklega ekki límónugræn- um.
Skrýtnara var þó að sjá ungu ljóskuna sem barði að dyrum. Hún hlaut að vera villt og í leit að leiðbeiningum. Eða að selja eitthvað.
Forvitni hans var vakin og hann fór til dyra. Þegar dyrnar opnuðust sá hann að augu hennar voru blá og andlitið gullfallegt. Hún var í rauðum, þröngum kjól sem féll yfir líkamann eins og vatn. Konan var glæsileg.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í fortíðarfjötrum
Þegar hann heyrði tónlistina, nam hann staðar. Gangurinn í vél Harleyhjólsins hans var taktfastur eins og hrynjandin í sveitatónlistinni sem barst frá kránni. Hann kunni vel við sig á krá þar sem hann gat hlustað á góða sveitatónlist. Hann hafði verið á leiðinni á hótelið, en skipti um skoðun þegar hann heyrði tónlistina. Hann lagði mótorhjólinu og gekk inn í rökkvaða krána.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Reimleikar
Alexa? Alexa, vaknaðu. Fimm ára stelpan vaknaði og sá móður sína við rúmið. Hjartað sló hratt í litla brjóstinu. Hvað er að, mamma? spurði hún og röddin brast. Það eitt að sjá móður sína við rúmið um miðja nótt fyllti hana kvíða. Hún barðist við að vakna almennilega. Hafði hún verið að öskra í svefni, hafði hún fengið aðra martröð?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.