Ást og undirferli

Fullkomin  glæpur
Fullkomin glæpur

Fullkomin glæpur

Published Mars 2015
Vörunúmer 3. tbl. 2015
Höfundur Natalie Charles
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Hún hélt áfram inn ganginn og dró andann
djúpt þegar hún sá að dyrnar hjá Jack stóðu opnar.
Sally kom alltaf undirbúin og svo var einnig í þetta
sinn. Hún var með áætlun. Hún ætlaði að þykjast
hlusta á áhyggjur hans, en standa fast á sínu og
hafna því að fá aðstoðarmann, sama hvað Jack
segði. Því hafði hún samið áhrifaríka ræðu í gærkvöldi, sem lyki þegar hún horfði út um gluggann,
sneri sér til að morgunsólin lýsti upp andlit hennar
og tilkynnti með raddblæ sem gaf til kynna innri
baráttu og jafnframt játningu. „Málið er, Jack, að
ég vinn bara ekki sérlega vel með öðrum.“
Til vara hafði hún komið með kaffi handa honum. Aftur andaði hún djúpt að sér. Þetta myndi
virka.
Hún barði létt að dyrum áður en hún fór inn.
–Fyrirgefðu hvað ég kem seint, sagði hún glaðlega. –Vildirðu finna mig?
En lengra komst hún ekki. Hjá Jack var gestur.
Nú var þýðingarlaust að varpa sökinni á skóna eða
finna bestu birtuna í glugganum og koma með tilþrifamiklar játningar sem hún hafði lagt á minnið.
Hún fékk gæsahúð. Skyndilega var henni sama
þótt Jack Reynolds rifi hana í sig opinberlega og
kallaði hana lélegan lögmann. Henni var sama þótt
fínu, dýru skórnir spryngju í loft upp. Það eina sem
komst að var maðurinn sem var að tala við Jack.
Maðurinn sem hún hafði einu sinni lifað fyrir að
hata.
Ben McNamara. Sjálfur skrattinn.
–Halló, Sally. Jack brosti og b

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is