Flýtilyklar
Ást og undirferli
Hættuleg ást
Lýsing
–Ósýnileg eftir þrjár... tvær... eina... núna!
Orðin ómuðu í litla heyrnartækinu í eyranu á Maggie Delacorte og félagi hennar í sérsveitinni steig frá snyrtilega gatinu sem hann hafði gert á rúð una. Fyrir aftan hana ríkti algjör þögn í myrkrinu, rétt fyrir dögun. En það yrði ekki lengi.
FBI hafði frétt af því að eftirlýstur flóttamaður væri í felum í þessu klíkuhverfi í DC, vopnaður AK-47 og með hóp af stuðningsmönnum sér við hlið. Maggie og félagar hennar voru hér til að tryggja að flótta mannsins lyki hér og nú.
Hún hreyfði sig hratt og henti leiftursprengju inn um gluggann. Heimurinn fyrir framan hana hvarf í hvítu ljósi og hár hvellur heyrðist þegar sprengjan lenti. Reykur þyrlaðist upp og veitti skjól.
–Áfram, áfram, áfram! öskraði Grant Larkin með djúpu röddinni sem lét hana alltaf fá gæsahúð um leið og hann braut niður hurðina.
Maggie þaut fyrir hornið um leið og hurðin þeyttist inn í einnar hæðar húsið. Grant fór fyrstur inn og til hægri, eins og vaninn var, svo tveir liðsfélagar þeirra.
Maggie hélt MP-5 byssunni uppi og tók varla eftir aukaþyngdinni frá 25 kílóum af búnaði sem hún bar þegar hún skaust inn um dyrnar.
Kúla þau framhjá eyranu á henni. Kúlan kom frá vinstri en hún sneri ekki höfðinu. Það var svæði sem félagi hennar sá um. Hann tæki á hættunni. Svæðið hennar Maggie var beint framundan og hún hélt einbeitt í gegnum gráan reykinn.