Ást og undirferli

Sérsveitin
Sérsveitin

Sérsveitin

Published Janúar 2018
Vörunúmer 1. tbl. 2018
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann bægði kunnuglegum óróleikanum frá sér og fór yfir smáatriðin í verkefni dagsins. Ungur, hvítur maður, líklega á miðjum þrítugsaldri, grannvaxinn, íþróttamannslegur, um 1,70 cm á hæð. Á myndunum af honum sem hann hafði fengið úr öryggismyndavélunum frá Scotland Yard í London var hann vel rakaður og brúnt hárið stuttklippt. En Luke myndi þekkja hann þótt hann hefði látið sér vaxa skegg og litað hárið. Hann var góður í því.
Þess vegna hafði FBI ráðið hann og hans líka til sín, hermt eftir aðferð sem Bretar höfðu notað, að safna saman hópi manna sem átti auðvelt með að þekkja andlit og láta þá leita uppi sakamenn áður en þeir frömdu fleiri glæpi.
Annar maður sem Luke vonaðist til að koma auga á var maður á fimmtugsaldri, dökkur yfirlitum með stálgrátt liðað hár, og enn annar, þéttur, krúnurakaður Asíumaður með ör við annað augað.
Ef hann kæmi auga á einhvern þeirra átti hann að fá þá inn til yfirheyrslu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is