Flýtilyklar
Ást og undirferli
Svikarinn
Lýsing
Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir
Washingtonborg og nágrenni...“
–Þú ættir að drífa þig af stað.
Læknirinn Jillian Mahoney leit upp frá
tölvuskjánum og deplaði augunum. Carla, vinkona hennar, stóð fyrir framan hana í skærgrænum sloppi sem myndi sóma sér vel á flugvallarstarfsmanni. Jillian gæti aldrei klæðst
neinu í þessum lit, enda hvít sem mjöll, en
Carla var dökk á hörund og liturinn fór henni
vel.
–Þú ert ákaflega græn í dag, sagði Jillian og
sneri sér aftur að tölvunni.
–Ég var í hátíðarskapi í morgun, sagði Carla
þurrlega.
–Það er enn rúm vika til jóla. Auk þess er
skærgrænt ábyggilega enginn jólalitur.
–Jú, samkvæmt mínum kokkabókum. Carla
hallaði sér fram á skrifborðið. –Mér er alvara,
Jilly. Þú þarft að komast héðan áður en bylurinn
skellur á. Snjóþykktin á að verða þrjátíu sentimetrar.
–Ég veit það, sagði Jillian og sló hraðar á
lyklaborðið. –Ég þarf bara að ljúka við þessi
yfir litsblöð.
–Áttu mat heima til tveggja daga?
Jillian stundi. –Almáttugur, Carla, þetta er
bara snjókoma, en ekki heimsendi