Ást og undirferli

Undir Bláhimni
Undir Bláhimni

Undir Bláhimni

Published September 2016
Vörunúmer 9. tbl. 2016
Höfundur Debra Webb
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn.
Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær?
Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér.
Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum.
Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll.
–Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf.
–Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is