Flýtilyklar
Ástarsögur
Ást og ótti
Lýsing
Þetta var slæmur dagur hjá Trinity Walker. Líf hennar hafði verið fullt af slæmum dögum, svo að þetta var bara dropi í hafið. En því miður voru þeir farnir að hafa samlegðaráhrif.
Hún var tuttugu og fjögurra ára gömul, en skyndilega fannst henni hún vera ævaforn.
Hún þurfti bara þrjá daga í viðbót. Á mánudaginn myndi hún fá bæturnar greiddar inn á bankareikninginn sinn og fyrsti
skóladagur Oscars myndi renna upp.
Loksins myndi hún geta komið einhverri reglu á líf þeirra.
Reglulegir barnlausir tímar sem yrðu helgaðir starfi sem myndi færa henni reglulegar tekjur fyrir hlutum eins og leigu, í stað
þess að þurfa að reiða sig á bætur og ýmis önnur áhættusöm úrræði. Það var ekkert líf að fá að sofa á sófanum hjá fólki,
óáreiðanleg gistiheimili, eins herbergis leigurými í samnýttum húsum og einstaka nótt, eins og nýliðin nótt, í gömlu Mözdunni. Hvorki fyrir hana né fimm ára barn hennar.
Af og til var hún heppin og fékk starf sem einhvers konar gisting fylgdi: herbergi, stundum lítil íbúð eða leiguherbergi.
En það entist sjaldan lengi. Oftar en ekki voru það heilsuvandamál Oscars sem höfðu bundið enda á starfið og húsnæðið í framhaldi af því. Í gær hafði það verið Skelfilegi Todd.
Stóri, ljóti, skeggjaði og húðflúraði yfirmaður hennar, sem ók mótorhjóli og angaði af ódýru kölnarvatni og koppafeiti.
Todd hafði tilkynnt henni að eftir allt saman vildi hann að hún greiddi fyrir gistinguna. Bara ekki í peningum. Honum fannst
að þau gætu komist að samkomulagi.
Hún hafði gengið út. Drullusokkur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók