Flýtilyklar
Ástarsögur
Gamlar glæður
Lýsing
Nýi Dodge Ram-pallbíllinn hossaðist eftir malarveginum að GG-búgarðinum, þar sem Matt Grimes hugðist láta fyrirberast þangað til hann hefði náð sér eftir meiðslin og gæti aftur snúið sér að kúrekamótunum. Síðdegissólin blindaði hann næstum því svo að hann dró niður sólskyggnið. Við það yfirsást honum stór og myndarleg hola í veginum. Hann fann til í veika hnénu og bölvaði lágt. Hann yrði að sannfæra George frænda sinn um að það væri tímabært að malbika fjandans veginn áður en hann yrði ófær öðrum ökutækjum en fjórhjólum. Matt hafði ekki komið heim síðan um jól. Hann hefði líklega átt að hringja og láta frænda sinn vita að hann væri að koma, en hann hafði langað til að koma honum á óvart. Hann sveigði til að forðast annan pytt og hreyfingin var svo snögg að hann meiddi sig aftur í hnénu. Hann gnísti tönnum af sársauka. Síðasta nautið sem hann hafi riðið, Grafari, hafði kastað honum af sér og síðan traðkað á honum. Hann hafði ekki beinbrotnað en skemmt vöðva og sinar. Það var samt fjandans ári sárt og læknirinn sagði að það tæki hann dágóðan tíma að ná bata
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók