Flýtilyklar
Ástarsögur
Jólaboðið
Lýsing
Kæra Debbie. Ég er örvæntingarfull og þarfnast hjálpar þinnar. Elena Montoya skoðaði fyrsta bréfið af nokkrum sem hún hafði verið látin fá á meðan á atvinnuviðtalinu stóð hjá Brightondalstíðindum. Hún var komin í von um að fá starf hjá litla héraðsfréttablaðinu, en sem blaðamaður en ekki nafnlaus kona sem gaf ástsjúkum ráð í vikulegum dálki. Ritstjórinn hét Carlton og var þunnhærður, miðaldra maður. Hann hallaði sér fram á borðið og spennti greipar. –Jæja, hvernig líst þér á? Í alvöru? Elena var þess ekki umkomin að gefa öðrum góð ráð, hvað þá fólki sem átti í erfiðleikum í ástarlífinu. En hún vildi síður upplýsa um reynsluleysi sitt eða efasemdir. –Ég vonaðist til að fá annað verkefni. Eða annars konar dálk. –Við skulum fyrst sjá hvað þú getur gert fyrir þennan, sagði Carlton og hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum. Gormarnir nötruðu undan þunga hans og tölurnar á skyrtunni áttu fullt í fangi með að halda aftur af ístrunni. Elena vildi ekki hafna vinnu, jafnvel þó
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók