Ástarsögur

Kapellan
Kapellan

Kapellan

Published Mars 2017
Vörunúmer 374
Höfundur Joanna Sims
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Svo sannarlega, sagði Logan. Logan rétti félaga sínum ratsjána, tók blokk sína og skriffæri og arkaði yfir veginn að bílnum sem hann hafði stöðvað. Það yrði síðasta verk hans áður en hann færi í fríið að láta ökumanninn fá vel útilátna sekt. Josephine Brand leit um öxl og sá bifhjólalögregluþjóninn skálma í áttina til hennar. Hún opnaði hanskahólfið og leitaði sem óð væri að skráningarskírteininu og tryggingakvittuninni. Hvort tveggja var jafnan í umslagi ofan á leið beiningabæklingnum með bílnum, en nú var umslagið horfið. –Ég trúi þessu ekki. Josephine lokaði hólfinu og leitaði í veskinu sínu. Hún var þegar orðin of sein. Það þoldi hún ekki og því kom það afar sjaldan fyrir hana. En hún hafði lent í rifrildi við Brice, kærastann sinn, kvöldið áður og ósamkomulagið hafði enst alla nóttina. Þau deildu sjaldan, en þegar þau gerðust það varð rifrildið langt og sárt. Hún var vansvefta og þreytt, tilfinningalega örmagna eftir rifrildið og nú fengi hún fyrstu hraðasektina í áraraðir. –Frábært, muldraði hún, alveg frábært. Ekkert fannst í veskinu svo að Josephine stundi af gremju og stakk því aftur í töskuna sína. Ökuskírteinið var hins vegar tilbúið. –Góðan dag, sagði Logan sem hafði virt fyrir sér bílinn og ökumanninn þegar hann gekk yfir veginn. Ekkert undarlegt virtist vera á seyði, svo að þetta var áreiðanlega eins og hver annar hraðakstur. –Góðan dag, svaraði hún og rétti honum ökuskírteinið. Logan kom sér vel fyrir við hliðarspegilinn, tók við skírteininu og skoðaði það. –Veistu hvað þú ókst hratt?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is