Flýtilyklar
Ástarsögur
Nágranninn
Lýsing
Það var hlýr sumardagur. Dan Casey, fulltrúi lögreglustjórans í Conardsýslu, ók framhjá leigupallbíl á heimreið Lenu Winston og inn á sitt eigið stæði. Lena var miðaldra vinkona hans og afar skemmtileg. Á pallinum hjá henni sá hann litla, ljóshærða telpu, á að giska fjögurra ára, sem var að róla sér.
Hún var með þumalinn uppi í sér, bangsa í fanginu og sorgarsvip á andlitinu.
Frænka Lenu, Vicki Templeton, hlaut að vera að flytja inn ásamt dóttur sinni. Sendibíllinn var ekki stór, en Dan velti samt fyrir sér hvar mæðgurnar hygðust koma búslóð sinni fyrir.
Hann var þó feginn að hafa þurft að fara með lögreglubílinn sinn á verkstæði þennan dag. Hann skundaði inn til sín til þess að fara í borgaralegan klæðnað áður en hann byði fram aðstoð sína.
Lena hafði sagt honum að Vicki væri ekkja lögregluþjóns, sem hefði látist fyrir rúmu ári. Lena hafði nauðað í henni síðan um að flytjast til sín. Hún hafði áhyggjur af mæðgunum og sagði að þær þyrftu að flýja minningarnar.
Loksins hafði það gerst. Hvers vegna hafði Lena ekki nefnt að það yrði með svona skömmum fyrirvara? Hann smeygði sér í gallabuxur og svartan stuttermabol með mynd af úlfi.
Síðan rölti hann yfir í næsta hús. Telpan sat enn í rólunni. Inni heyrði hann kvenraddir.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók