Flýtilyklar
Ástarsögur
Óvæntar afleiðingar
Lýsing
Þegar hún nálgaðist Conard City, velti Edith Clapton fyrir sér hvort það væri yfir höfuð bær þarna. Tómt beitarland svo langt sem augað eygði, stöku nautgripir og svo eitt eða tvö veitingahús, það voru öll ummerkin um að fólk ætti heima þarna.
Hún greip fastar um stýrið og GPS-tækið gaf til kynna að hún væri að nálgast. Hún velti fyrir sér hvort hún væri búin að missa vitið, og ekki í fyrsta skipti.