Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Vegurinn heim
Nei, hún var ekki hans.
Undir sársaukanum kraumaði reiðin sem var við það að
vella upp úr og flæða út um allt eins og heitt hraun.
Hann sagði það eina sem hann gat sagt til að hún skildi nákvæmlega
hvar hún stóð.
–Þú skalt kalla mig fulltrúa, fröken Cavanaugh.
Var það þá svona sem þetta átti að vera?
Caitlyn Cavanaugh var í rauninni ekki hissa. Hún hafði auðvitað
vonast til þess að Nate hefði fyrirgefði henni eftir öll
þessi ár, eða í það minnsta hætt að hata.
Greinilega ekki. Og það var alls ekki líkt þeim Nate sem
hún þekkti einu sinni. Sá var afslappaður, rólegur og vildi
engin átök. Hún gat talið á fingrum annarar handar hversu oft
þau höfðu rifist á þeim tveimur árum sem þau voru saman.
Þegar hún hugsaði út í það þá hafði hún í rauninni aldrei séð
hann reiðan.
Fyrr en núna.
Það var ólga undir kuldalegu yfirborðinu og þó að hún
myndi aldrei viðurkenna það þá var sárt að sjá það eftir öll
þessi ár. Virkilega sárt. En hún neitaði að vera stimpluð sem
vondi kallinn í þessu þegar hann hafði sjálfur gerst sekur um
svik. Það má vera að hún hafi farið úr bænum og hún neitaði
ekki að það var hálf aumingjalegt að senda afsökunarbeiðni í
pósti en hann virtist vera búinn að gleyma að hann kvæntist
bestu vinkonu hennar aðeins þremur mánuðum eftir að hún
fór.
Hún skyldi aldrei láta hann vita hversu sárt það hafði verið.
–Afsakaðu þetta, fulltrúi, sagði hún og setti upp kurteislegt
og svolítið áhugalaust bros... sem hann endurgalt ekki.
Reyndar hafði hún ekki búist við því. Bros hans hafði alltaf
verið fallegt, svolítið skakkt og hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á valdi örlaganna
Grace Preston starði á beru fæturna sem gægðust undan síða kjólnum hennar. Strandbrúðkaup systur hennar hafði verið rómantískt og
afslappað... einmitt það sem brúðhjónin vildu. En þess vegna var
Grace skólaus og fannst hún meira en lítið berskjölduð.
Grace hafði ekki fyrir því að lyfta upp kjólnum þegar hún gekk
að flæðarmálinu. Fjandinn hafi það... hún myndi aldrei aftur nota
blágræna kjólinn aftur. Vatnið var kalt og hún hunsaði blauta sandinn sem loddi við hælana. Tunglið hékk neðarlega á himninum og
kastaði ljósrönd yfir hafflötinn. Öldugjálfrið var dáleiðandi og hún
slakaði aðeins á, fékk sér stóran sopa úr kampavínsglasinu í hægri
hendinni. Þegar glasið tæmdist, fyllti hún á það úr flöskunni sem
hún hélt í þeirri vinstri.
Það var ekki eins og hún ætlaði sér að verða full. Það var ekki
hennar stíll. Hún þurfti bara að vera ein. Fjarri gestunum og veislunni, sem þrengdu að henni.
Fimm dagar voru síðan hún kom heim og henni fannst strax
kominn tími til að fara aftur.
En ég geri það ekki.
Hún hafði mánuð. Fjórar vikur til að hlaða batteríin og taka sig
taki. Húntaldi sig ekki þurfa á því að halda. Yfirmaður hennar
var á annarri skoðun. Líka þerapistinn hennar. Hún hafði fengið
fyrirmæli... fara heim og njóta dálítils tíma með fjölskyldunni. Fara
heima og gleyma bílslysinu sem kollegi hennar hafðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný fjöldskylda
Þetta var í þriðja skipti sem hún sá hann á tveimur dögum. Og þar
sem ímyndunarafl hennar var líflegt hafði Fiona Walsh skapað alls
konar mögulegar útskýringar á því af hverju myndarlegasti maður
sem hún hafði nokkurn tímann séð virtist elta hana á röndum.
Hver var hann? Aðdáandi? Fulltrúi frá lottóinu? Eltihrellir?
Daginn áður hafði hún séð hann um morguninn, beint á móti
húsinu hennar, að halla sér að bíl og tala í farsíma. Hún hafði farið
út til að sækja blaðið og verið þar í nokkrar mínútur, þóst vera
að skoða hálfvisnaða kryddjurtabeðið. Svo hafði hann birst aftur
seinna um daginn, á meðan hún hljóp með hundinn á ströndinni.
Sami bíll. Sömu vel sniðnu fötin. Sama dökka hárið og sterku and
litsdrættirnir.
Nú var hann í reiðskólanum þar sem hún geymdi hestinn sinn.
Fiona stöðvaði Titan, hreinræktaða geldinginn sinn, á sandvell
inum og lyfti hjálminum ofar á höfuðið. Maðurinn var við bílinn
sinn, hallaði sér að hurðinni og fylgdist með henni. Það var ekkert
ógnandi í fasi hans. Hann virtist vera forvitinn, frekar en eitthvað
annað. Fiona fann fyrir yl þegar hún hafði útilokað þá hugmynd að
hann ætlaði sér að ráðast á hana og troða í skottið á bílnum sínum.
Myndarlegur maður, fallegur bíll, föt sem tjáðu sjálfstraust... hún
gat ekki annað en verið forvitin.
Aftur var hann að tala í farsímann, horfa á hana og tala. Fiona
hvatti Titan áfram. Stóri hesturinn hlýddi strax og hún hélt að
hliðinu. Ekki fleiri ágiskanir. Hún ætlaði sér að komast að því hver
maðurinn væri og hvað hann vildi. Núna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Blekkingarleikur
Þegar Linda Delaney vaknaði var hún bjartsýn á lífið og
ástina. Engu að síður togaði svefninn hana til sín á ný. Hún
ýtti honum frá sér og þráði faðmlag ástmanns síns. Ekkert
var eins gott og að kúra í faðminum hans.
Hún bylti sér og ætlaði að hjúfra sig upp að Tony undir
hlýrri sænginni en fann hann ekki. Um leið varð hún hrædd.
Skelfingu lostin.
Hún galopnaði augun og settist upp. Hún var ein í rúminu.
Þegar hún leit á klukkuna sá hún að hún var bara þrjú. Svefn
herbergisdyrnar voru hálfopnar svo að ljósið af ganginum
smaug inn. Tony hafði sennilega smogið fram jafn hljóðlega
og ljósið og gætt þess vandlega að vekja hana ekki.
Hún lokaði augunum og reyndi að bægja hugsunum sínum
frá sér. Grunsemdunum. Tilhugsuninni um svik. Því sem hún
vissi að hún yrði að gera. En það stoðaði ekkert.
Tony gæti verið að horfa á sjónvarpið. Hann gæti verið að
lesa. Hann gæti verið að gera hitt og þetta, allt saman siðlegt
og venjulegt, en innra með sér vissi hún að hann hafði læðst í
burtu af einhverjum öðrum ástæðum. Til að hafa samband
við birginn sinn. Til að skipta á peningum og deyfilyfjum
sem tóku burt manninn sem hún unni og skildu eftir ókunnan
mann í staðinn.
Samkvæmt Tony hafði hann einskis neytt síðan rúmu ári
áður en þau hittust. Hún hafði ákveðið að trúa honum, enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vá fyrir dyrum
Joel er dáinn.
Dominic Jeffries rannsóknarlögreglumaður starði á félaga sinn
Cameron Blake og hélt að sig væri að dreyma. Klukkan var bara
rúmlega sex að morgni og ekki liðnir átta tímar síðan hann lauk
síðasta leyniverkefni. Hann og besti vinur hans, Joel Bustamante,
höfðu ákveðið að hittast til að fá sér einn drykk. Þó að Dom
hefði verið fjarverandi í hálft ár varð fundurinn að vera stuttur
því að Dom þurfti á þrennu að halda hið fyrsta: rúmi til að sofa í,
konu til að halda utan um í nokkra tíma og næsta verkefni, áður
en honum dytti í hug að kryfja líf sitt og hvert það stefndi. Joel,
sem nýlega hafði fengið stöðuhækkun og var nýkvæntur og hamingjusamur,
hafði sömuleiðis ekki getað beðið eftir að komast
heim til Tawny, konu sinnar.
Eftir að þeir höfðu rætt um starfið og hann svo hlustað á Joel
dásama þann lífsstíl að gerast ráðsettur og eiga konu hafði Dom
að lokum áskotnast rúm, misst áhugann á konunni og verið
reiðubúinn að takast á hendur næsta verkefni, þó ekki það sem
Joel vildi að hann tæki að sér, síðar um daginn.
En núna? Dom stóð í stofunni sinni, ber að ofan og í víðum
buxum, með hárið ofan í syfjuðum augunum og varð að hafa sig
allan við svo að hann kiknaði ekki í hnjáliðunum.
Hann hafði fengið vægan fyrirboða um að vandræði væru í
aðsigi þegar hann kvaddi Joel í gærkvöldi. Enda hafði Joel gert
honum úrslitakosti: annaðhvort færi Dom í frí eða sættist á að
gæta dómara sem kynni að hafa óhreint mjöl í pokanum, vera íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn í spilinu
Þegar Emily Watson flúði burt frá lífi sínu, gerði hún það
með glæsibrag. Dökkbrúnar, þröngar gallabuxur, fjögurra
tommu háir hælar, glitrandi og rjómagulur kjóll með grænt
belti um mittið. Fötin voru frá hönnuði, skórnir sérhannaðir,
en Emily var sama. Merkimiðarnir höfðu aldrei skipt hana
máli og hluti af henni saknaði daganna þegar hún keypti
gallabuxur hjá hjálpræðishernum og klæddist stuttermabolum
úr bómull sem höfðu verið þvegnir svo oft að efnið var
silkimjúkt.
Hún setti tvær ferðatöskur í skottið á Volvonum sem hún
hafði keypt, jafnvel þótt Cole hefði hatað stóra, kassalaga
bílinn, og keyrði svo burt frá húsinu sem henni fannst ekki
lengur vera heimili sitt. Fjórum tímum síðar keyrði hún á
milli hæðanna í Brownsville, Massachusetts, svo framhjá
glitrandi
Barrow-vatni, uns trén gáfu eftir og í ljós kom
langur
malarvegur sem lá að gistihúsinu Piparkökunni. Lítið,
handmálað skilti gaf upp nafn gistihússins. Málningin hafði
dofnað með árunum.
Hún renndi niður rúðunni og andaði að sér fersku, sætu
haustlofti. Nú fannst henni hún vera heima hjá sér. Fann frið.
Loksins.
Það marraði í mölinni undir dekkjum Volvosins. Eftirvænting
gagntók Emily þegar hún keyrði upp veginn. Loksins
var hún komin aftur hingað, á eina staðinn þar sem vitVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ný móðir
Þegar ofnklukkan hringdi þaut Rosemary fram í eldhús á
ógnarhraða. Hún hafði keypt heilmikið af tækjum í gamla
KacKinnon-bústaðinn á síðustu sex mánuðum en ekki haft efni
á nýrri eldavél. Hitastillirinn á ofninum gat verið harla dyntóttur.
Sem betur fer hegðaði gamla skriflið sér vel í þetta sinn.
Hún þreif pottalepp og dró út bakka með rjómabollum, fagursköpuðum
og gullinbrúnum. Þær voru fullkomnar.
Meðan bollurnar kólnuðu fór hún út að sækja eldivið.
Vindurinn nísti hana í andlitið en Rosemary hrósaði engu að
síður happi þar eð kominn var 19. desember og á Hvíslfjalli
gátu geisað hríðarbyljir og stormar á þessum árstíma. Svolítill
vindur var ekkert til að gera veður út af.
Þegar hún kom inn kraup hún við risavaxinn arininn. Það
snarkaði í kolunum í eldstæðinu og hún þurfti aðeins að bæta
nokkrum drumbum á eldinn og róta aðeins í kolunum. Innan
skamms logaði glatt í arninum svo að hlýtt varð í herberginu.
Hún stóð upp, teygði úr sér og strauk rykið af höndum sér.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvæntar afleiðingar
Þegar hún nálgaðist Conard City, velti Edith Clapton fyrir sér hvort það væri yfir höfuð bær þarna. Tómt beitarland svo langt sem augað eygði, stöku nautgripir og svo eitt eða tvö veitingahús, það voru öll ummerkin um að fólk ætti heima þarna.
Hún greip fastar um stýrið og GPS-tækið gaf til kynna að hún væri að nálgast. Hún velti fyrir sér hvort hún væri búin að missa vitið, og ekki í fyrsta skipti.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ást á ný
Sharon Majors sá manninn ganga upp heimreiðina að húsinu hennar. Engin bíll, bakpoki á öxlinni, dró vinstri fótlegginn aðeins. Annar flækingur, sem var nógu algengt í Conard-sýslu, Wyoming, á þessum erfiðu tímum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn fyrir jólin
Luke Brand höfuðsmaður var kominn heim fyrir jólin. Gegn vilja sínum. Sveitin hans var enn í Afganistan og því átti hannlíka að vera þar. Þannig var það. Það skipti ekki máli að óvinur hafði skotið byssukúlu í gegnum vinstri fótlegginn á honum. Það skipti ekki máli að hann hafði næstum misst fótlegginn. Næstum taldist ekki með. Fótleggurinn hékk enn á; hann ætti að fara aftur. En landgönguliðarnir litu ekki þannig á það.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.