Flýtilyklar
Alison Roberts
Kraftaverkið í kastalanum
Lýsing
Á því lék enginn vafi. Þetta yrðu bestu jól allra tíma. Læknirinn Abby Hawkins nam staðar, yfir sig glöð að sjá fyrstu snjókornin falla niður á aðalgötuna í Inverness í Skotlandi. Hún starði upp í stálgráan himininn og minnti sennilega mjög á einhvern af litlu sjúklingunum sínum á barnadeildinni. Hún var nógu vel upp alin til að reka ekki út úr sér tunguna en rétti þó út hanskaklædda höndina í von um að góma eina flygsu eða svo. Hún gerði sér grein fyrir því að hún var að stífla umferð gangandi fólks á stígnum, en þarna var fjöldi manns að kaupa inn fyrir jólin. Samt var einhvern veginn ekki annað hægt en að staldra við og drekka í sig þetta töfrum líka andartak. –Hefurðu aldrei séð snjó fyrr? Abby leit snöggt til hliðar. Maðurinn sem hafði ávarpað hana ók leigubíl og hafði stöðvað hann við hliðina á henni. –Ekki um jólin, svaraði hún og brosti út að eyrum. –Ekki á Nýja-Sjálandi. –Þú ert langt að heiman, sagði maðurinn. Umferðin mjakaðist nú áfram og hann byrjaði að skrúfa rúðuna upp. –Jæja, þá er best að þú njótir þess. Snjórinn er fallegur núna en svo verður hann að slabbi. Það gerist alltaf
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók