Amanda Stevens

Grimmdarverk
Grimmdarverk

Grimmdarverk

Published Febrúar 2023
Vörunúmer 406
Höfundur Amanda Stevens
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Bæði upplitaði, blái bíllinn og eigandi hans, hin holdgranna og hörkulega Reggie Lamb, voru farin að láta á sjá. Hún pírði augun og leit yfir hóp komufarþeganna á Tallahassee alþjóðaflugvellinum. Sólin og lífið höfðu markað djúp för í húð hennar og ljósu krullurnar voru orðnar gráar. Hún var bara 49 ára en leit út fyrir að vera minnst áratug eldri. Eða svo fannst Theu Lamb sem fylgdist með henni úr hópnum. Svo skammaðist hún sín fyrir dómhörkuna. Hún hafði ekki lagt ferðina á sig til að veltu sér upp úr göllum móður sinnar heldur af því nú hafði annað barn horfið í bænum Black Creek í Flórída og Thea hafði flogið frá Washington DC til að hjálpa við leitina. Black Creek. Heiti heimabæjar hennar passaði ágætlega inn í þungbúið landslagið við landamæri Flórída og Georgíu. Svæðið var það syðsta í Sólskinsríkinu en Thea hefði frekar kallað það myrkt en sólríkt. Stór svæði skógarþykknis breiddu úr sér ofan á neðanjarðarneti hella og uppspretta. Þetta var staður sem þaggaði niður óp og faldi bein að eilífu. Lykt af mosa og eðju, þefurinn úr martröðum hennar, sótti á Theu svo hún dró andann djúpt og kæfði hann með flugvélaútblæstrinum. Fyrra barnið sem hvarf, fyrir 28 árum, hafði verið Maya, tvíburasystir hennar. Henni hafði verið rænt úr herberginu sem þær sváfu báðar í. Minningarnar um þá nótt sóttu að henni og hún þurfti að minna sjálfa sig á að hún væri fullorðin

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is