Flýtilyklar
Ann McIntosh
Ástarblossi
Lýsing
Ef það var eitthvað sem doktor Francisco Carvahlo hafði vit á fyrir utan læknisfræðilega sérþekkingu sína á lýtalækningum, var það tíska, og formlegur klæðnaður doktor Krystu Simpson fékk hann nærri því til að gráta.
Það var ekki að hann liti út fyrir að vera ódýr. Þvert á móti hafði hún líklega borgað ágætis summu fyrir kjólinn, og hönnun hans var óaðfinnanleg, með mjúklegri fellingu við hálsmálið og samantekið mitti.
Nei. Hann gat ekkert fundið að kjólnum sem slíkum, þó hann væri úr tísku, en á doktor Simpson var hann örstutt frá
því að vera viðurstyggð.
Í fyrsta lagi var hann að minnsta kosti einu númeri of stór og hékk á henni eins og poki. Í öðru lagi eyðilagði fölgrænn litur kjólsins litarhaft hennar, sem var brúnt með ríkum koparlitum undirtóni og freknum, og gerði hana gulleita.
Til að toppa þetta allt saman myndu skórnir hennar hæfa betur konu þrisvar sinnum eldri, með plattfót og staðfasta óbeit á öllu kvenlegu eða í tísku.
Hver gekk í klunnalegum flatbotna skóm við fínan kjól?
Það gerði doktor Simpson greinilega.
Það hjálpaði ekki til að hún stóð við hliðina á fallegri konu í glæsilegum, blágrænum kjól með einum axlarhlíra sem klæddi hana óendanlega vel. Francisco þekkti hana ekki og gerði ráð fyrir að hún væri einn af erlendu sérfræðingunum. Við hina hlið hennar var doktor Flávia Maura, virtur sérfræðingur í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók