Flýtilyklar
B.J. Daniels
Járnvilji
Lýsing
Hank Savage pírði augun þegar búgarður fjölskyldunnar kom í ljós. Sólin skein á óhreina framrúðuna á pallbílnum hans. Hann stöðvaði bílinn, hallaði sér fram á stýrið og virti fyrir sér Cardwell-búgarðinn. Búgarðurinn virtist ekki hafa breyst mikið. Tvílyfta húsið þar sem hann hafði alist upp var nákvæmlega eins og forðum. Minningar kviknuðu um útreiðartúra, virkissmíði í skóginum við lækinn, fjölskylduna sitjandi við stóra eldhúsborðið á morgnana, sólskinið og hláturinn. Hann sá og skynjaði allt sem hann hafði gefið upp á bátinn, allt sem hann hafði flúið og misst. –Er langt síðan? spurði kynþokkafulla, dökkhærða konan í farþegasætinu. Hann kinkaði kolli, ýtti kúrekahattinum upp á ennið og velti því fyrir sér hvern fjandann hann væri að gera þarna. Þetta var slæm hugmynd, jafnvel sú versta sem hann hafði nokkurn tíma fengið. –Ertu farinn að efast? Hann hafði varað hana við stóru fjölskyldunni sinni en hún sagst myndu spjara sig. Hann var ekki svo viss um það. Hann hræddist fátt og var stoltur af því. Hann hikaði til að mynda ekki við að sitja naut. Í starfi sínu sem línumaður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók