Flýtilyklar
B.J. Daniels
Vetrarkoss
Lýsing
Allt byrjaði þetta með kossi.
Þannig mundi Chloe Clementine atburðarásina að minnsta kosti. Það var vetrarkoss, en sá er ekkert líkur sumarkossi. Í ísköldu loftinu snertast heitar varir og kalla fram fiðring er þær mætast í fyrsta sinn.
Chloe taldi að þennan koss myndi hún muna allt þar til hún dæi úr elli. Um þennan koss og kúrekann sem hún kyssti var hana að dreyma þegar síminn hringdi. Koma hennar til Whitehorse eftir margra ára fjarveru hafði vakið þessar minningar upp af værum blundi.
Hún stundi. Hana langaði til að sofa lengur og halda áfram að rifja þessa yndislegu minningu upp.
Síminn hringdi aftur. Ef þetta var einhver af systrum hennar að hringja fyrir allar aldir skyldi sú fá orð í eyra.
–Hvað? hreytti hún út úr sér í símann án þess að kanna hver væri að hringja. Hún var viss um að það væri Annabelle, yngsta systir hennar, sem var árrisul mjög.
–Halló?
Þetta var kunnugleg karlmannsrödd. Eitt augnablik hélt hún að hún hefði töfrað kúrekann fram með því að hugsa um kossinn.
–Þetta er Justin.
Justin?
Hún settist upp í rúminu. Ótal hugsanir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók