Flýtilyklar
Barnaheimilið
Kostaboð
Lýsing
Hún vildi ekki kvöldmat. Hún vildi fá stuðning hans við áform sín um að kaupa sér svolítið sæði.
Mallory Harris var spenntari en hún hafði verið lengi. Hún reyndi að róa sig meðan hún beið eftir Braden á fína veitingastaðnum sem hann hafði valið fyrir fund þeirra. Fundurinn var haldinn að hans ósk.
Hún horfði út um gluggann yfir höfnina og allt fólkið sem vappaði um á þilförum skemmtiferðaskips sem var nýlagst að
bryggju. Svo virti hún fyrir sér bleikan himininn, sem sólin skreytti fagurlega áður en hún hyrfi og héldi sig til hlés til
morguns.
Hún ákvað að panta sér glas af góðu víni. Braden myndi gera ráð fyrir að hún gerði það og ekki vildi hún að hann lyfti brúnum fyrr en hún hafði borið upp erindi sitt.
Það sakaði heldur ekki að fá ofurlítinn, fljótandi skammt af hugrekki þó að hún væri ekki vön að leita að styrk annars staðar en hjá sjálfri sér. Og stundum hjá Braden. Þó að þau fyrrverandi hjónin væru ekki náin lengur treysti hún enn dómgreind hans að flestu leyti varðandi það sem ekki tengdist tilfinningum.
Hann hafði haft ástæðu til að bjóða henni út að borða. Þó að þau snæddu saman nokkuð reglulega var það aldrei bara til þess að gæða sér á ljúffengum mat. Þau þurftu oft að ræða saman um ýmsa hluti og hittust þá yfir kvöldverði.
Hún afréð að velta því ekki fyrir sér hvers vegna Braden hefði kallað hana til fundar við sig í þetta sinn. Það þýddi ekki neitt.
Það vissi hún af reynslunni. Eftir að þau skildu fyrir þremur árum og tóku upp vináttu í stað hjónalífs höfðu þau bæði fundið takt sem báðum fannst nokkuð þægilegur. Það áleit Mallory að minnsta kosti.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók