Bræðurnir

Banaráð
Banaráð

Banaráð

Published Janúar 2017
Vörunúmer 364
Höfundur Alice Sharpe
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Kinsey Frost var hæstánægð með nýja heimilið sitt í New O rleans, sama hvernig veðrið hegðaði sér. Frá því að hún fluttist til borgarinnar fyrir nokkrum árum höfðu alls kyns stormar og stórviðri skekið hana, en hún hafði eiginlega bara notið allra látanna. Hins vegar voru tilfinningarnar blendnar á þessum sumardegi þegar loftrakinn var svo mikill að jaðraði við úða og enga golu var að fá af Mississippifljóti. Til að bæta gráu ofan á svart var gangstéttin full af fólki, tíminn af skornum skammti og bakið aumt eftir daglangt stigaklifur. Kinsey var að því komin að hóa í leigubíl, en hún átti skammt ófarið heim. Því miður hafði hún bara klukkustund til að fara í steypibað, skipta um föt og fara  aftur í listhúsið þaðan sem hún var að koma. Tíminn var naumur og hún ákvað að þegar hún væri búin að þvo sér og hafa fataskipti skyldi hún keyra að listhúsinu í stað þess að ganga eins og venjulega. Til að hugsa um eitthvað annað en eymdarástand sitt fylgdist hún með vegfarendum á stéttinni. Hún var listamaður og hafði því ætíð áhuga á fólki, jafnvel baksvipnum á því. Beint fyrir framan hana gekk kona sem hafði bundið hárið í hnút og stungið í hnútinn rauðum prjónum af einhverju tagi. Þar fyrir framan örkuðu tveir kaupsýslumenn í jakkafötum og deildu um eitthvað sem var þeim greinilega mikið hjartans mál. Þarna var líka kona sem leiddi tvær litlar telpur, sem ef til vill voru tvíburar. Lengra í burtu sá Kinsey glitta í brúnan kúrekahatt. Eigandinn reyndist vera hávaxinn, dökkhærður maður, klæddur svörtu leður vesti, gallabuxum og svörtum stígvélum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is