DALTON feðurnir

Griðastaður
Griðastaður

Griðastaður

Published Júlí 2017
Vörunúmer 370
Höfundur Joanna Wayne
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Faith Ashburn notaði breiðan augnlínupensil til að gera brún augun meira áberandi og færði sig frá speglinum til að skoða farðann sem hún hafði borið á fölt hörundið. Angistarfull augun sem horfðu á móti voru það eina af andlitinu sem hún þekkti.
Augun endurspegluðu tilfinningarnar. Hún var ráðvillt, föst í martröð. Kvíðinn var svo sterkur að henni leið eins og það
væri að kvikna í maganum á henni.
En hún ætlaði að fara þangað aftur í kvöld, inn í reykinn og þuklið, augnaráðið sem skreið yfir hörundið eins og loðnar
kóngulær. Hún ætlaði að brosa og þola allan ósómann í von um... alltaf í von um einhverjar upplýsingar sem gætu leitt
hana til sonar síns.
Cornell var orðinn 18 ára. Karlmaður líkamlega en andlega og tilfinningalega var hann ennþá barn, allavega í huga hennar.
Trúgjarn og óreyndur drengur sem þurfti á mömmu sinni og lyfjunum sínum að halda.
Berir fætur Faith sukku í þykka ljósfjólubláa teppið þegar hún gekk inn í svefnherbergið þar sem hún klæddi sig í
mynstraðar sokkabuxur. Svo tók hún fleginn, dræsulegan svartan kjól út úr skápnum og klæddi sig í hann.
Efnið strekktist yfir ber brjóstin þegar hún renndi mjóum hlýrunum upp á axlirnar. Geirvörturnar voru huldar efni en
kjóllinn var nógu fleginn til að gefa í skyn að hún væri til í að sýna allt ef hún fengi gott boð.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is