Flýtilyklar
DALTON feðurnir
Skuggamót
Lýsing
−Þetta er djásnið í safninu mínu, óvænta uppákoman sem ég lofaði á síðustu sýninguna.
Jade Dalton starði gjörsamlega agndofa á hálsmenið. Endalaus röð fullkominna demanta og grænna smaragða dinglaði um
fingur Quaid Vaquero. –Þetta er stórfenglegt. Þetta er… Jade átti ekki orð. −Orð fá ekki lýst þessu gersemi.
−Það gleður mig að þér líst vel á það. Það tók mig heilt ár að finna fullkomna demanta sem eru um þrjúhundruð talsins, handsniðnir og hver og einn settur með hvítagulli.
−Ég þori varla að spyrja um verðið, sagði Jade.
Quaid brosti. –Tvö hundruð tuttugu og fimm. Verð óumsemjanlegt. Þar að auki læt ég það ekki frá mér nema til manneskju sem kann ekki einungis að meta gæðin heldur einnig fegurð þess og listrænt gildi.
−Tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund?
Hann brosti líkt og honum væri skemmt yfir einfeldni hennar.
–Tvö hundruð tuttugu og fimm milljónir dollara, vinan.
−Núna gerirðu mig virkilega skelkaða! Hvað í ósköpunum
ertu að gera með þessi verðmæti hérna á hótelherberginu? Ég hringi strax í öryggisfyrirtækið! Ég held að fulltrúi Reggie Lassiter standi vaktina í kvöld. Hann sér til þess að koma hálsmeninu fyrir í öryggishólfi þar sem hann og hans teymi gæta
þess öllum stundum.
−Taktu því rólega. Við erum ein um að vita af gripnum hér og auk þess er djásnið tryggt í bak og fyrir.
−Þetta er samt sem áður ekki skynsamleg ráðstöfun, herra Vaquero. Ég hefði aldrei samþykkt þetta fyrirkomulag ef þú
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók