DELTA FORCE

Í klóm dauðans
Í klóm dauðans

Í klóm dauðans

Published Janúar 2020
Vörunúmer 400
Höfundur Carol Ericson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann staðnæmdist og drengurinn potaði með rifflinum í mjöðm hans. Hann benti á nokkra kofa í fjarska, reykur steig upp af þeim og fáeinar geitur voru bundnar fyrir utan þá. Hann spurði á tungumáli innfæddra, pashto, –Er þetta þorpið þitt?
Drengurinn svaraði með einu orðunum sem hann virtist kunna í ensku. –Þú deyrð núna, bandaríski hermaður.
–Allt í lagi, allt í lagi. Hann lyfti höndunum upp yfir höfuð sér.
–En þú mátt kalla mig Denver. Ég sagði þér það.
Drengurinn sló sér á brjóst. –Massoud.
–Ég veit, Massoud. Þakka þér fyrir að hjálpa mér niður fjallið.
Óhreinar kinnar drengsins roðnuðu lítillega og hann þaut framhjá hermanninum til að fagna geitunum. Hann strauk einni þeirra blíðlega undir hökunni og virtist gleyma fanganum sínum. –Heima hér.
–Einhver matur til? Denver rétti úr sér. Hann var glorhungraður og gat auðveldlega étið eina af þessum geitum, það er að segja ef fjölskylda Massouds dræpi hann ekki fyrst.
Massoud kinkaði kolli og beindi Denver inn í kofann, framhjá tjaldi sem virkaði sem útihurð.
Denver andvarpaði og losaði um sinn eigin riffil sem hann bar á bakinu og lagði hann upp að einum kofaveggnum. Hann hélt báðum handleggjum fast að líkama sínum. Fjölskylda Massouds varð að skilja að fyrst hann hafði ekki beitt þessu vopni á son þeirra hafði hann alls ekki í hyggju að beita því gegn þeim.
Hann varð að beygja sig inni í þessari dimmu og reykmettuðu vistarveru og honum vöknaði um augu. Stór pottur hékk yfir opnum eldi og í honum kraumaði kássa sem greinilega var mjög bragðsterk. Garnir hans gauluðu.
Lágvaxin kona stóð í hnypri yfir pottinum, hrærði í kássunni án þess að líta up.
Massoud ruddi einhverju úr sér á Pashto en Denver skildi ekkert af því nema orðið amerískur. En hvað sem hann sagði þá hafði það umsvifalaust áhrif á konuna.
Hún snarsnéri sér við frá pottinum með sleifina í annarri hendi svo lak af henni niður á moldargólfið. Hún veifaði sleifinni framan

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is