Hetjurnar

Auðkýfingurinn
Auðkýfingurinn

Auðkýfingurinn

Published Desember 2019
Vörunúmer 381
Höfundur Annie Claydon
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Gabriel DeMarco opnaði augun. Það virtust vera nægileg afköst þennan daginn svo að hann lokaði þeim strax aftur.
–Hvernig líður þér?
Kvenmannsrödd flæddi yfir hann eins og volgt hunang. Röddin var fögur og blíðleg, en ákveðin. Rödd sem tekið var eftir.
–Ég gæti sofnað aftur, sagði hann, en hugsaði svo með sér að sennilega væri það ekki það sem röddin vildi að hann gerði.
Röddin var eins og kall skógardísar, sem ekki varð hundsað.
–En ég gæti líka vaknað.
Honum heyrðist röddin brosa. –Af hverju vaknarðu ekki? Þú ert á sjúkrahúsi.
Var það? Einhvern veginn angraði það hann ekki eins mikið og ætla mætti. Honum leið vel og það fór ágætlega um hann.
Engu var líkara en að hann svifi á ský. Hann reyndi að opna augun og þá skar birta sér leið inn í heilann á honum svo að hann fann til í höfðinu. Hann yrði að hafa þau lokuð enn um sinn.
–Hvaða sjúkrahúsi?
Það skipti svo sem engu máli, en ef hann talaði kynni röddin að halda að hann ætlaði að fara að ráðum hennar.
–Konunglega í Westminster. Þú ert í einkaálmunni.
Það hljómaði nokkuð vel. Einhver hlaut að vita hver hann var og að sonur Leos DeMarco, forstjóra eins stærsta lyfjafyrirtækis í Evrópu, gæti borgað fyrir eina nótt á spítala. Hafði hann kannski verið þarna lengur en eina nótt? Hann mundi það ekki.
Gabriel kreppti fingurna, strauk sér um bringuna og hreyfði fæturna. Allt virtist vera í góðu lagi. Hann var ekki kvalinn.
Ástæðan fyrir því að hann lá þarna var áreiðanlega mjög lítilvæg

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is