Julie Miller

Leitin að sannleikanum
Leitin að sannleikanum

Leitin að sannleikanum

Published Desember 2016
Vörunúmer 362
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Guð blessi okkur öll. Katie Rinaldi klappaði ásamt öðrum sem voru staddir í samkomusal skólans en flest sætin voru mannlaus. Leikhópur hverfisins, sem hún var í, var að æfa Jólasögu eftir Charles Dickens. Hvíthærði maðurinn, sem lék Ebenezer Scrooge, stóð á miðju sviðinu, tók í hendur fólks og tók við hamingjuóskum frá öðrum leikurum eftir fyrstu tækniæfingu með hljóðum og ljósum. Búningarnir sem hún hafði hannað handa vofunum þremur virtust passa vel. Um leið og hún yrði búin að mála grímuna handa anda framtíðarjólanna gæti hún setið og notið þess að horfa á leikritið eins og hver annar áhorfandi. Allt í lagi þá, eins og stolt mamma. Hún horfði bara á Tim litla. Hún lyfti þumalfingri til sonar síns og hló þegar hann átti í baráttu við langar ermarnar á jakkanum sínum við að lyfta fingrinum til baka. Hann ranghvolfdi augunum pirraður og hlátur hennar varð að skilningsríku brosi. Hún myndaði með vörunum, –Allt í lagi, ég skal laga þetta. Þegar Tyler Rinaldi var viss um að hún væri búin að sjá þetta sneri hann sér að stráknum við hliðina á sér sem lék einn af eldri Cratchit-bræðrunum og fór að spjalla við hann. Ein stúlknanna kom í hópinn, tók með sér leikmun og um leið voru þau farin að metast um hver yrði fyrstur til að koma tréboltanum, sem var festur við streng, í skálina. Katie hafði þegar nóg að gera í starfi sínu hjá lögreglunni í Kansas City og við erilinn sem fylgdi jólaundirbúningnum, þó að hún bætti ekki starfinu við leikritið við hjá sér en hún var

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is