Flýtilyklar
Julie Miller
Verndarinn
Lýsing
–Mamma, hann var víst að daðra við þig. Hazel Cooper dýralæknir hrökk við þegar eldri dóttir hennar opnaði dyrnar á skoðunarherberginu. Hún krumpaði blaðið, með óþægilegu skilaboðunum, saman í kúlu og stakk henni í sloppvasann, límdi bros á andlitið og sneri sér við. –Áttu við Burke? Ég var útötuð í mítlum og óhreinindum upp að olnbogum. Hann kom með Gunny til að ég gæti hreinsað eyrun á honum og gengið úr skugga um að lyfin væru að vinna bug á sýkingunni. Hann hjálpaði mér með því að halda Gunny og við ræddum um að það þarf fljótlega að bólusetja hundinn við mjógirnasótt. Ekkert daðurslegt við það. Ashley Cooper setti á sig hanska áður en hún sópaði óhreinum grisjum og bómullarhnoðrum af stálborðinu í ruslafötuna. –Ég hefði átt að halda hundinum. Burke þurfti þess ekki. –Gunny er uppáhaldið hans og Burke fer ekki langt frá hundinum. –Ég sá það, sagði Ashley stríðin, –því hann fór ekki langt frá þér heldur og þú færðir þig ekki frá þegar hann straukst við þig. Hazel hristi höfuðið yfir þessu kjánalega tali. –Ég vildi að hann sæi að sýkingin er horfin. –Ég held að þú mótmælir of mikið. Ashley dró gluggatjaldið til hliðar til að Hazel sæi út á bílastæðið og manninn í lögreglubúningnum sem var að hleypa Gunny, þýska fjárhundinum sínum, upp í aftursætið á bílnum. –Hann er piparsveinn, ekki satt? Ég skal veðja að flestum konum líst mjög vel á hann. Samt kemur hann hingað með hundinn sinn til að skiptast á bröndurum við þig og koma aðeins of nálægt þér. Jedediah Burke var rétt í þessu að gefa hundinum skipun um að stökkva upp í bílinn. Svarti og brúni hundurinn var sterkur
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók