Kraftaverkin gerast enn

Hugarangur
Hugarangur

Hugarangur

Published September 2021
Vörunúmer 402
Höfundur Annie O'Neil
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Kirri leit upp eftir háa skýjakljúfnum og ljómaði. Ótrúlegt. Nýi vinnustaðurinn hennar næstu sex vikurnar var hreint út sagt stórkostlegur. Nýsköpunarmiðstöð lækna uppfyllti allar vonir hennar, að minnsta kosti utan frá. Hún var gríðarhár minnisvarði um frumkvöðlastarf í læknavísindum. Kannski sæju læknarnir þarna það sem bróðir hennar kom ekki auga á. Draumar gátu rætst ef fólk lagði nógu hart að sér. Engu skipti þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu og hún liti út eins og drukknandi rotta? Hún var ekki komin til að ganga í augun á fólki, heldur koma heilanum í gang. Hún var komin til Atlanta í Georgíu! Vorið var rakt og hlýtt, gjörólíkt því sem tiðkaðist í Sydney í Ástralíu, þar sem fólk velti því fyrir sér á þessum árstíma hvort það ætti að hita upp húsin sín eða ekki. Ef allt færi samkvæmt áætlun myndu rannsóknir hennar blómstra um leið og ferskjurnar í Georgíuríki. Hún andaði að sér Georgíuloftinu. Það var gjörólíkt saltri golunni heima. Það var blómailmur af því. Jasmína? Geitatoppur? Hún hafði sex vikur til að komast að því. Ef hún kæmist þá nokkurn tíma út úr rannsóknarstofunni. Þar voru víst saman komnir miklir spekingar og sennilega þyrfti að draga hana út þegar rannsóknarskiptináminu lyki

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is