Flýtilyklar
Kraftaverkin gerast enn
Óvæntur glaðningur
Lýsing
Amanda Longstreet dró stóru ferðatöskuna sína á eftir sér þar sem hún gekk út úr flugstöðvarbyggingunni í Sidney, Ástralíu. Heitt loftið sem snerti hörund hennar lét vetrarveðrið í Atlanta, Georgíu að baki henni. Hún naut þess að ferðast en hafði aldrei farið þetta langt. Tuttugu og tveir klukkutímar í þröngu sæti með ókunnuga á hvorri hlið hafði ekki verið jafn skemmtilegt og hún hafði séð fyrir sér, en samt óx spennan við að koma til Sidney innra með henni. Hún treysti á að áfangastaðurinn bætti upp fyrir óþægindi flugsins. Piedmont mæðra- og barnamiðstöðin, þar sem hún vann í Atlanta, hefði sennilega greitt fyrir miða á fyrsta farrými fyrir hana, en hún var of skynsöm til að spyrja. Hún vildi mikið frekar sjá peningunum varið í að hjálpa pari sem þráði barn. Hún gekk yfir götuna og hafði í huga að í þessu landi var ekið hinum megin á götunni. Sumt fólk kallaði það vitlausa hlið, en það var í raun og veru ekki þannig, það var bara öðruvísi. Hún kom auga á skiltið fyrir bílana sem voru að sækja farþega og stóð undir því, beið eftir að bíllinn kæmi. Hún leit yfir svæðið og ræskti sig. Doktor Kirri West hafði sagt henni að Sidney væri stórkostleg borg. Enn sem komið var leit þetta út eins og hver annar stór flugvöllur. Flugþreytan hafði vafalaust áhrif á viðhörf Amöndu. Eftir nokkra daga, og tækifæri til að skoða sig um, myndi hún áreiðanlega verða sammála skoðun Kirri. Á þessarri stundu vildi hún ekkert frekar en að komast í íbúðina sína, heimilið næstu sex vikurnar, og skríða upp í rúm. Samt kraumaði spennan innra með henni. Hún gerði ráð fyrir að skoða borgina, en bara eftir að hafa fengið einhverja hvíld og byrjað að vinna á læknastofunni. Reynslan sem hún fengi við að vinna á Harborside frjósemis- og nýburamiðstöðinni var jú ástæðan fyrir því að hún hafði komið hingað.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók