Flýtilyklar
Louisa Heaton
Ný framtíð
Lýsing
Læknirinn Owen Ledger blés á hendur sínar og nuddaði þeim svo saman. Það var ískalt og ekki þótti honum skemmtilegt að þurfa að standa við lestarstöðina í Sendlingaflóa í stórhríð. Hann bretti upp jakkakragann og stappaði fótunum. Í sama bili sá hann ljósin á lestinni í gegnum hríðarbylinn og varð alls hugar feginn. Nýi læknirinn var að koma og brátt yrðu þau kominn í hlýjuna í bílnum hans. Childs læknir yrði farmiðinn hans burt frá þessum stað. Hann gat ekki beðið eftir að fara og byrja upp á nýtt á nýjum stað þar sem enginn þekkti hann eða dæmdi hann vegna fortíðar hans. Enginn myndi horfa á hann meðaumkunaraugum. Jæja, augun voru kannski ekki full af meðaumkun, en það fannst honum samt. Íbúar eyjunnar Morrow vissu of mikið um hann og það var erfitt að búa til þá hæfilegu fjarlægð sem hann varð að sýna í læknisstarfinu. Hann þekkti fólkið, fjölskyldur þess, vini og daglegt amstur. Íbúarnir voru aðeins nokkur hundruð talsins og sögusagnir því fljótar að berast um alla eyna. Þegar alvarleg mál voru annars vegar, til dæmis þegar hann þurfti að færa fólki dapurlegar fréttir, var erfitt að halda þeirri fjarlægð sem hann þarfnaðist til að vernda sjálfan sig og fólkið. Allir höfðu verið viðstaddir brúðkaup hans og flestir dansað við brúðina. Allir höfðu verið viðstaddir útför hennar. Lestin nam staðar, dyrnar opnuðust og farþegar gengu frá borði. Hann kannaðist við Gerry Farmer, sem veifaði til hans, og Peter Atkins, sem heilsaði honum með handabandi og spurði hvort hann vantaði far.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók