Luana DaRosa

Spítalaerfinginn
Spítalaerfinginn

Spítalaerfinginn

Published September 2023
Vörunúmer 426
Höfundur Luana DaRosa
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

egar Eliana kom niður á hótelbarinn hafði hún ekki ætlað sér að kynnast neinum. Allra síst fjallmyndarlega
manninum sem sat á þarnæsta barstól.
Hún hafði verið að fylgjast með knattspyrnuleiknum og ekki tekið eftir því að hann settist þar fyrr en hann
fór að tala um nýjan framkvæmdastjóra annars liðsins.
Það kom henni í opna skjöldu. Yfirleitt gerðu karlmenn ráð fyrir því að hún vissi ekkert um íþróttina.
Við fyrstu sýn virtist hann vera ósköp venjulegur, vel klæddur kaupsýslumaður að slaka á eftir langan
vinnudag. En því lengur sem hún virti hann fyrir sér, þeim mun meiri fiðringur fór um hana. Maðurinn var
hreint einstaklega myndarlegur.
Jakkafötin voru sérsaumuð og fóru honum svo vel að það var eins og hann hefði fæðst í þeim. Efnið var svart
og hafði á sér þann blæ að maður án mikils sjálfsöryggis hefði tæpast notið sín í þeim. En þessi náungi bjó yfir
þögulli en magnaðri ánægju með lífið og tilveruna.
Það eina sem stakk í stúf var svarta hárið, sem náði niður á herðar. Hann hafði strokið því kæruleysislega frá
augunum á sér. Eliana langaði til að stinga fingrunum á kaf í hárið og draga hann til sín.
Fantasían réðst óvænt á hana. Taugarnar voru nógu þandar fyrir og hún hristi höfuðið. Heilinn í henni hlaut
að vera þreyttur. Hún beit í vörina til að koma í veg fyrir að hún sleikti þær þegar hún sá hann gjóa augunum á
þær eitt andartak.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is