Lynne Marshall

Missir
Missir

Missir

Published September 2020
Vörunúmer 416
Höfundur Lynne Marshall
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Daniel Delaney opnaði birgðaskápinn á stofunni sinni, en hann var næstum tómur.
–Keela!
Gramur kallaði hann á aðstoðarstúlkuna sína. Hvað var á seyði? Yfirleitt var hún með allt á hreinu að því er starfið
snerti, en þarna stóð hann nú samt og sá hvergi neinar sinaumbúðir.
Vonsvikinn leit hann í kringum sig. Hvar voru rauðu teygjuböndin og rafmagnspúðarnir fyrir mælitækið? Því betur
sem hann skoðaði sig um, þeim mun fleira skorti.
–Keela!
Umræddur sjúkraþjálfari stakk höfðinu inn í litla birgðaskápinn og rak upp stór augu af undrun og ótta.
–Já?
–Hvar er allt? spurði hann og horfði í kringum sig til að leggja áherslu á mál sitt.
Brýnnar sigu og hún kom inn. –Ég sagði þér í síðustu viku að veðrið fyrir austan setti strik í reikninginn og síðustu
pöntuninni minni seinkar, sagði hún.
Ólíkt honum var hún kurteis enda þótt hún legði granna handleggina í kross og rétti úr sér.
–Nú? Gerðirðu það?
Þau höfðu unnið saman í þrjá mánuði. Hann hafði ráðið hana í hvelli daginn sem hún gekk inn. Það var afar ólíkt
honum en þegar hann missti fyrri aðstoðarkonu sína,

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is