Flýtilyklar
McCall lögreglumennirnir
Morðæði
Lýsing
Hún átti sér líka minningar um og sá fyrir sér annað sem hafði gerst á þessum tveimur dögum.
Það yrði engin hjálp í að rifja það upp núna.
Hún varð að komast að bílnum sínum svo hún gæti ekið að gistiheimilinu í útjaðri bæjarins og komist að því hvers vegna þessi tilfinning um að eitthvað væri að vildi ekki hverfa.
Hún hélt áfram göngunni frá litla apótekinu að bílnum sem hún hafði lagt ofar í götunni.
Það hafði verið bjart þegar hún fór inn í apótekið fyrir 20 mínútum síðan til að bíða eftir lyfjunum sínum en núna var stormur á leiðinni og orðið dimmt og gangstéttirnar mannlausar.
Þarna voru mörg húsasund og skuggar, nóg til að taugarnar tækju viðbragð.
Rachel blótaði sjálfri sér í hljóði fyrir að hafa ekki lagt beint fyrir framan apótekið frekar en að leggja framan við kjörbúðina sem hún hafði farið í og verslað áður en hún fór í apótekið. Nú var kjörbúðin lokuð og allt annað í litla bænum Silver Creek virtist lokað líka.
Hún hafði valið þennan bæ af því að hann minnti hana að mörgu leyti á heimabæinn McCall Canyon en þar hafði margt slæmt gerst og gæti líka gerst hérna.
Um leið og hún sá bílinn ýtti hún á takkann á fjarstýringunni. Bremsuljósin blikkuðu, sýndu að dyrnar voru nú ólæstar, en um leið lýsti elding upp himininn. Nokkrum sekúndum síðar kom þruman, hávær og djúp, og kannski var það vegna þrumunnar sem hún heyrði ekki fótatakið.
Ekki fyrr en það var of seint.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók