Flýtilyklar
McGraw mannránið
Myrk fortíð
Lýsing
ergmálið af fótataki þeirra blandaðist hræðsluöskrum og grátstöfum þegar þær gengu inn langan gang. Aðstoðarhjúkrunarfræðingurinn, ung kona að nafni Tess, nam staðar við stofu á deild fyrir geðsjúka glæpamenn og með titrandi fingrum dró hún upp lykil til að opna stofuna.
–Ég ætti ekki að gera þetta, sagði hún og leit í kringum sig. Þegar dyrnar opnuðust færði hún sig frá og Nikki St. James fann gust koma út um dyrnar. Það var rökkur í stofunni en hún heyrði taktfast brak í stól sem var ruggað fram og aftur.
–Ég þarf að læsa á eftir þér, hvíslaði Tess.
–Ekki alveg strax, sagði Nikki. Augu hennar voru dálitla stund að venjast rökkrinu inni á stofunni. –Er þetta örugglega
hún?
–Þetta er hún, sagði Tess. –Þetta er Marianne McGraw.
Nikki starði á konuna. Hún var með hvítt hátt og sigið andlit. Hún ruggaði sér fram og aftur og starði tómlega út í loftið
eins og hún væri blind. –Þessi kona er of gömul. Hárið á henni…
–Hárið á henni varð hvítt á einni nóttu eftir að… eftir það sem gerðist, sagði Tess.
–Hún hefur verið svona síðan.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók