Flýtilyklar
Michelle Major
Ný framtíð
Lýsing
Svalandi septembergolan lék sér að hárinu á Möru Reed, sem dró andann djúpt og reyndi að slaka á. Svitinn milli herðablaðanna var ástæðulaus, en hann lak niður eftir bakinu á henni og skeytti því engu þótt hlýtt væri í veðri miðað við árstíma. Litríkar blöðrur dingluðu í spottum sem bundnir höfðu verið við handriðið á pallinum við tvílyfta múrsteinshúsið sem hún og dóttir hennar gengu nú að. Raddir bárust af baklóðinni, hlátrasköll og ánægjuóp barna. Hún bjóst við að þar væru saman komnir ættingjar og vinir. Af einhverjum ástæðum fór um hana hrollur. Stundum var fjári erfitt að kreista fram bros og setja upp sinn besta geðblöndunarsvip. –Mamma, hvað er að? Hin fimm ára gamla Evie hnyklaði brýnnar undir gleraugunum og þrýsti hönd Möru. Áhyggjurnar skinu út úr stóru, brúnu augunum. –Við erum of seinar í veisluna hennar Önnu. Viltu kannski ekki fara? Mara brosti við dóttur sinni og fann að hún roðnaði. –Auðvitað förum við í veisluna. Við erum komnar og það verður voða gaman. Við fáum köku og ís og Josh sagði að það væri hoppukastali
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók