Morðin í Arnarfjöllum

Stórhríð
Stórhríð

Stórhríð

Published Apríl 2020
Vörunúmer 74
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

En allan tímann beið hann og lét svo til skarar skríða þegar tækifæri gafst. Greindin var ekki síður vopn hans en vöðvarnir. Konan sem lá fyrir framan hann núna var mjög gott dæmi um það. Hún hafði ekki hikað við að stansa þegar hann stöðvaði hana á þjóðveginum. Hann var bara ökumaður sem þurfti á hjálp að halda. Hann var myndarlegur og
gæddur miklum persónutöfrum. Hvaða kona myndi ekki vilja aðstoða hann?
Þegar hún loksins skildi hvað hann ætlaðist fyrir var það um seinan. Hún hafði vanmetið hann eins og  löggæslumennirnir sem leituðu hans. Þeir töldu ólíklegt að hann gæti unnið traust fórnarlambanna og báru lotningu fyrir drápshraða hans og hæfileikum til að forðast að skilja eftir sig vísbendingar og ummerki.
Hann lyfti líki konunnar upp og kom því fyrir eins og sýningargrip í sætinu. Ekki hafði blætt mikið og í bílnum var ekki vottur af blóði. Fingraför fyndu lögreglustjórinn og menn hans ekki. Þeir myndu leita og skoða og rannsaka, taka ljósmyndir og spyrja mann og annan, en ekki finna nokkurn skapaðan hlut.
Hann lokaði bíldyrunum og þrammaði burt.
Það var farið að snjóa meira og mjöllin huldi nú blóðflekkina í vegkantinum, fótspor hans og öll merki um átök.
Morðinginn skaust á bak við ruðning og í hvarf frá tómum veginum. Skafrenningurinn olli því að snjór festist við lambhúshettuna. En morðinginn fann varla fyrir kuldanum, svo niðursokkinn var hann í að fara yfir nýjasta

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is