Flýtilyklar
Nicole Helm
Draugaþorpið
Lýsing
Tom var dáinn.
Hún hafði verið dregin burt frá lífvana líkama hans og brostnu, brúnu augunum fyrir hálftíma en samt sá hún ekkert
annað en Tom þar sem hann lá flatur á gólfinu með útlimina í ankannalegri stöðu. Augun voru opin en sáu ekki neitt.
Blóð.
Hún sat í aftursæti lögreglubifreiðar sem ekið var í gegnum Austin. Daisy Delaney, óþæga sveitasöngkonan sem Bandaríkjamenn elskuðu. Allt þar til hún sótti um skilnað frá gulldreng sveitatónlistarinnar, Jordan Jones. Nú hötuðu hana allir og einhver vildi hana feiga.
Fyrst höfðu þau drepið Tom.
Hana langaði til að loka augunum en óttaðist að hún sæi Tom bara enn skýrar fyrir sér ef hún gerði það. Þess vegna
einbeitti hún sér að því sem hún sá út um gluggann. Sólaruppkomuna og grænu grasflatirnar í úthverfunum.
Hún harkaði af sér, enda þótt lífvana augu Toms sæktu á hana. Og allt blóðið. Lyktin af því. Henni var óglatt og hana
langaði óskaplega til að gráta, en hún ætlaði að harka af sér.
Þú verður að halda andlitinu, Daisy mín, alveg sama hvað gengur á. Aldrei láta fólk sjá að þér sé brugðið.
Engu skipti þótt nafnið sem móðir hennar hafði gefið henni væri Lucy Cooper. Pabbi hafði alltaf notað listamannsnafnið
hennar, sem hann hafði reyndar gefið henni. Daisy Delaney, eftir kærri ömmu hans. Hún hafði gefið honum fyrsta gítarinn.
Hún hafði verið harðánægð með það enda þótt móðir hennar og bróðir hefðu ekki orðið kát. Í fyrsta sinn á ævinni velti
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók