Flýtilyklar
Nicole Helm
Kúrekaréttlæti
Lýsing
Laurel Delaney kannaði líkið fyrir framan sig með eins miklu hlutleysi og hún gat.
–Þekkirðu hann? spurði lögreglufulltrúinn sem hafði verið fyrstur á staðinn.
–Við erum fjarskyld. En hverjum er ég ekki skyld hér? sagði Laurel og reyndi að brosa. Jason Delaney. Þau voru þremenningar eða eitthvað. Dauður úti í haga eftir skotsár í brjóstið.
–Bóndinn hringdi í lögregluna.
Laurel kinkaði kolli og skoðaði líkið. Þetta var aðeins annað morðið hennar síðan hún var ráðin af fógetanum fyrir sex árum og bara fyrsta morðið hennar síðan hún byrjaði sem rannsóknarlögreglumaður.
Og já, hún var skyld fórnarlambinu. Hún var því miður ekki að ýkja um fjölda íbúa Bent County sem hún var skyld. Hún
hafði bara hitt Jason á ættarmótum eða í jarðarförum hér eða þar, en það var allt og sumt. Hann bjó ekki í Bent.
–Við erum með vísbendingu, sagði Hart lögreglufulltrúi.
–Hver er hún? spurði Laurel og leit í kringum sig. Þetta býli, eins og allir aðrir staðir í Bent, Wyoming, var einskismannsland. Engir þjóðvegir, engar búðir nálægt. Bara engi og fjöll í fjarska. Fallegt og einangrað og alls ekki þar sem maður gæti átt von á að finna morðfórnarlamb.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók