Flýtilyklar
Brauðmolar
Nicole Helm
-
Einsetumaðurinn
Gracie Delaney var ekki hrifin af gælunafninu „Engill dauðans“ en í bænum Bent í Wyoming var það hálfgert réttnefni.
Ef hún birtist á dyrapallinum hjá fólki án þess að gera boð á undan sér vissi það hvað í vændum var.
Hún var ung og ofur venjuleg stúlka, en útlitið blekkti fólk ekki lengur. Hún var dánardómstjóri og meinafræðingur í
Bent. Dauðinn var hennar viðfansgefni.
Skondið. Lífið var miklu erfiðara en dauðinn. Dauðinn var auðveldur og varanlegur. Orsökin var stundum óljós, en þá
ráðgátu leysti Gracie alltaf.
Gracie dæsti þegar hún lagði bílnum á hlaðinu hjá Will Cooper.
Lífið var hins vegar fullt af ráðgátum sem hún gat með engu móti fundið lausn á. Hvers vegna heimsótti hún Will
enn reglulega til þess að kanna hvernig hann hefði það þótt liðin væru tvö ár frá því að hún tilkynnti honum að konan
hans væri látin?
Hún hafði tilkynnt mörgum um andlát náins ættingja á liðnum árum. Viðbrögð margra voru minnisstæð en enginn
nema Will hafði fengið hana til að taka til sinna ráða utan ramma embættisins.
Sennilega var það vegna þess að hann sætti sig ekki við þá skýringu að eiginkonan hefði einfaldlega ekið út af og bíllinn skollið á tré. Hann var sannfærður um að rannsóknarlögregluþjónunum hefði yfirsést eitthvað. Hann hafði hamrað á því að um fólskuverk hefði verið að ræða.
Gracie hafði vorkennt honum og fundið til með honum fyrir að geta ekki sætt sig við sannleikann. Þess vegna hafði hún
veitt honum aðgang að skýrslum sem ekki voru ætlaðarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vernd kúrekans
Addie Foster sat í farþegasætinu, horfði út um gluggann og fylgdist með nýjum heimi þjóta hjá. Jackson Hole hafði verið frábrugðinn öllu sem hún hafði kynnst, en Bent í Wyoming var eins og framandi pláneta.
Hún hafði alist upp í hjarta Boston og ævinlega búið í borg.
Stöku sinnum hafði fjölskyldan ferðast til Maine í fríum, notið strandanna og gætt sér á ís.
Þetta var allt annar handleggur. Þetta var ekki einu sinni eins og í gömlu vestrunum sem afi hennar hafði haft yndi af að horfa á. Þá hafði hann rifjað upp bernskuárin sín í Delaneyfjölskyldunni í bænum Bent í Wyoming. Addie hafði ekki veitt frásögnum hans sérstaka eftirtekt.
Nú hugsaði hún um þær.
Seth bærði á sér í bílstólnum í aftursætinu. Addie reyndi að kyngja kekkinum í hálsinum. Systir hennar hafði beðið bana við að reyna að vernda þennan yndislega, litla dreng, og Addie reynt að gæta hans undanfarna níu mánuði.
Faðir drengsins hafði ekki gert þeim lífið létt. Addie hafði tekist að fela Seth í þrjá mánuði áður en Peter Monaghan
fimmti hafði komist að blekkingum systur hennar. Enginn blekkti Peter Monaghan fimmta.
Í hálft ár hafði Addie þvælst um landið uns hana þraut peninga og fölsuð skilríki. Þá hafði hún haft samband við einuEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekaréttlæti
Laurel Delaney kannaði líkið fyrir framan sig með eins miklu hlutleysi og hún gat.
–Þekkirðu hann? spurði lögreglufulltrúinn sem hafði verið fyrstur á staðinn.
–Við erum fjarskyld. En hverjum er ég ekki skyld hér? sagði Laurel og reyndi að brosa. Jason Delaney. Þau voru þremenningar eða eitthvað. Dauður úti í haga eftir skotsár í brjóstið.
–Bóndinn hringdi í lögregluna.
Laurel kinkaði kolli og skoðaði líkið. Þetta var aðeins annað morðið hennar síðan hún var ráðin af fógetanum fyrir sex árum og bara fyrsta morðið hennar síðan hún byrjaði sem rannsóknarlögreglumaður.
Og já, hún var skyld fórnarlambinu. Hún var því miður ekki að ýkja um fjölda íbúa Bent County sem hún var skyld. Hún
hafði bara hitt Jason á ættarmótum eða í jarðarförum hér eða þar, en það var allt og sumt. Hann bjó ekki í Bent.
–Við erum með vísbendingu, sagði Hart lögreglufulltrúi.
–Hver er hún? spurði Laurel og leit í kringum sig. Þetta býli, eins og allir aðrir staðir í Bent, Wyoming, var einskismannsland. Engir þjóðvegir, engar búðir nálægt. Bara engi og fjöll í fjarska. Fallegt og einangrað og alls ekki þar sem maður gæti átt von á að finna morðfórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Prísund
Bennet Stevens hafði lært að vera heillandi og brosa kurteislega til fólks sem hann þoldi ekki áður en hann lærði að
ganga. Hann hafði verið alinn upp meðal lögfræðinga og stjórnmálamanna og kunni að skrúfa frá persónutöfrunum og
beita kænsku þegar við átti.
Ákvörðun hans um að gerast lögregluþjónn hafði komið foreldrum hans á óvart og þeir voru ekki yfir sig hrifnir af henni, en voru ekki fólk af því tagi sem stóð í vegi fyrir því að menn gætu látið drauma sína rætast.
Eftir fimm ára starf í vegalögreglunni í Texas hafði Bennet fengið fleiri stöðuhækkanir en flestir félaga hans. Hann velti
því fyrir sér hvort foreldrar hans væru að fá hann til að kveðja starfið með því að gera honum lífið alltof létt.
Hann var ekki síður þreyttur á létta lífinu í aðalstöðvum vegalögreglunnar í Austin en á pólitískum veislum heima hjá
foreldrum sínum þar sem ætlast var til þess að hann daðraði við ungar stúlkur og heillaði stífa jakkafatamenn með sögum
af hugrekki sínu og dirfsku.
Þess vegna var hann staðráðinn í að leysa eitt af elstu, óleystu málunum sem vegalögreglan hafði á sinni könnu.
Tímasetningin var afbragð, þar eð félagi hans í rannsóknardeild óleystra glæpamála var að fara í langt leyfi. Þá fengi Bennet tækifæri til að rannsaka málið upp á eigin spýtur.
Hann leit á téðan félaga sinn, Vaughn Cooper, sem hallaði sér upp að dyrastafnum á skrifstofunni þeirra og talaði lágt í farsímann.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ískaldur í innsta hring
Gabby Torres hætti að telja dagana í upphafi sjötta ársins. Hún vissi ekki hvers vegna það var þá. Fyrstu sex árin höfðu verið sársaukafull, einangrandi og hræðileg. Hún hafði misst allt.
Fjölskylduna. Framtíðina. Frelsið.
Það eina sem hún átti núna var…lífið sjálft, sem í hennar tilfelli var ekki mikið líf þegar á allt var litið.
Fyrstu fjögur árin hafði hún barist eins og ljón. Hún réðst á allt og alla sem komu nálægt henni. Í hvert skipti sem fangari
hennar kom og sagði henni eitthvað hræðilegt, hafði hún slegist harðar en hún hélt hún gæti.
Kannski hefði hún orðið þreytt á að berjast ef maðurinn hefði ekki verið svona kátur þegar hann sagði henni að faðir
hennar væri dáinn, tveimur árum eftir að hann tók hana til fanga. En í hvert skipti sem hann birtist mundi hún hve glaðhlakkalega hann hafði sagt henni þessar hræðilegu fréttir. Það endurnýjaði baráttuviljann í hvert einasta skipti.
En það undarlegasta við þessi átta ár í haldi var, að þó hún hefði verið barin nokkrum sinnum höfðu Folinn og menn hans
ekki þvingað sig upp á hana eða hinar stúlkurnar.
Árum saman hafði hún velt fyrir sér hver tilgangur þeirra væri og af hverju hún væri þarna. Það voru aðeins einstaka verk sem Folinn neyddi hana og hinar stúlkurnar til að vinna, eins og að sauma dóppoka inn í bílasessur eða því um líkt.
En hún hafði verið hér átta ár og var þreytt á að reyna að finna út af hverju hún væri þarna eða hver tilgangurinn meðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástríður í eyðimörkinni
Vaughn var ekki viðkunnanlegur maður. Áður fyrr hafði hann verið fljótari til að brosa og grínast en tólf ár í lögreglunni og þrjú í rannsóknardeild óleystra mála hjá Texaslögreglunni höfðu slípað í burtu alla meðfædda persónutöfra.
Hann var ekki maður sem trúði á nauðsyn þess að viðhafa létt hjal, kurteisi eða láta sem staðan væri öðruvísi en hún var.
Hann var alls ekki maður sem trúði á dáleiðslu jafnvel þó konan sem beitti henni á vitnið á þessari stundu virkaði bæði örugg og fær.
Hann treysti þessu ekki, hvorki henni né því sem hún gerði og hann var meira en lítið ergilegur yfir að vitnið virtist bregðast við undir eins. Hann var ekki lengur eirðarlaus og hrópandi að hann vissi ekkert. Þegar Natalie Torres hafði lokið sér af var hann rólegur og þægilegur.
Vaughn hafði ekki trú á þessu eitt augnablik.
–Ég sagði það, sagði Bennet Stevens og gaf honum olnbogaskot. Bennet hafði verið félagi hans síðastliðin tvö ár og Vaughn líkaði vel við hann. Suma daga. Þetta var ekki þannig dagur.
–Þetta er ekki raunverulegt. Hann er að leika. Vaughn gerði enga tilraun til að lækka röddina. Það var með ráðum gert og hann leitaði vandlega eftir einhverjum viðbrögðum frá vitninu sem átti að heita dáleitt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.