Flýtilyklar
Robin Perini
Þráhyggja
Lýsing
Hún stakk lyklinum í skrána. Þegar hún reyndi að snúa honum, fann hún dálitla mótstöðu í lásnum. Við þetta örlitla frávik
hikaði hún. Eðlisávísunin blossaði upp.
Kuldinn. Það gætiverið kuldinn. Það hafði snöggkólnað í dag.
Líklega varþað kuldinn.
Hún stakk hendinni í vasann og tók um símann sinn. Hikaði.
Hún gat ekki hringt aftur í Gil. Hún hafði hringt þrisvar sinnum í
tengiliðinn hjá vitnavernd í þessum mánuði. Allt að ástæðulausu.
Síðast, eftir að hann kom þjótandi til hennar, hafði hún séð
pirring í augum hans þótt hann reyndi að fela viðbrögðin. Hann
gat ekki skilið það. Hún hafði verið í Chicago í tæpt ár. Of lengi.
Hún fann það á sér að tíminn var að renna út.
Hún opnaði töskuna með lausu hendinni og greip um skeftið á
.45 kalíbera skammbyssu sem hún hafði keypt á svarta markaðnum. Gil hafði kannski lesið skýrsluna hennar en hann skildi ekki
óttann sem alltaf fylgdi henni. Arkímedes var ekki dæmigerður
raðmorðingi. Hann var gáfaður. Vandvirkur. Og af einhverjum
ástæðum var Lyssa í sigti hans.
Með höndina á byssunni, ýtti hún á hurðina og steig inn fyrir
þröskuldinn.
Koparkennd blóðlyktin fyllti vit hennar.
Gil Masters lá á gólfinu, dauður, í blóðpolli.
Arkímedes hafði fundið hana.
Hún neyddi sig til að líta á andlit Gils. Einhver haf