Flýtilyklar
Susanne Hampton
Heimþrá
Lýsing
–Til hamingju, Claudia. Þú átt von á tvíburum!
Dökkbrún augu Claudia Monticello, sem hún fékk frá ítölskum föður, stækkuðu í ljósu andlitinu, en húðina fékk hún frá írskri móður. Hún starði skelfd og vantrúuð til skiptis á magann og á svarthvíta kornótta myndina á skjánum og svo leit hún á brosmildan lækninn og loks upp í loftið þar sem hún reiknaði með að himnaríki væri. Ekki að hún héldi að foreldrar hennar væru að brosa til hennar af himnum ofan eftir það sem hún hafði gert.
Allt í einu varð funheitt í herberginu og hún átti erfitt með að ná andanum. Hún greip sveittum höndum um brúnina á rannsóknarbekknum. Tvö börn. Hún opnaði örlítið munninn en hún brosti ekki. Hún hristi höfuðið í afneitun og nagaði neglur.
Læknirinn brosti enn og horfði á skjáinn. Hann var greinilega ekki meðvitaður um skelfinguna sem hafði gripið sjúklinginn
hans og færði til sónarinn til að fá betri myndir.
Þetta hlutu að vera mistök, hugsaði Claudia. Læknirinn hlaut að hafa lesið vitlaust út úr myndunum.
En Claudia vissi sjálf að þetta voru engin mistök. Börnin voru tvö og þarna voru tveir aðskildir hjartslættir. Læknirinn benti á þá. Claudia var ekki eins spennt og læknirinn. Hún var tuttugu og níu ára og allt annað en spennt fyrir því að verða einstæð tvíburamóðir. Og það voru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var hún mörg þúsund kílómetra í burtu frá heimahögunum… og í öðru lagi þá myndu börnin aldrei hitta föður sinn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók