Vettvangur glæps

Hver er morðinginn?
Hver er morðinginn?

Hver er morðinginn?

Published Júlí 2016
Vörunúmer 327
Höfundur Carla Cassidy
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Daniel Carson sat við litla skrifborðið á lögreglustöðinni í Lost Lagoon. Rimlagardínurnar voru lokaðar svo það var fullkomið næði á skrifstofunni. Fyrir utan litla glerbúrið heyrðist í mönnunum í vaktherbergi lögreglumannanna, samræðurnar hljómuðu eins og lágvært suð.
Þeir voru allir að ræða um komu nýja lögreglustjórans sem ríkissaksóknari hafði tilnefnt til að taka við stöðunni og uppræta alla spillingu sem gæti verið að finna í deildinni áður en hægt væri að kjósa nýjan lögreglustjóra í litla bænum.
Það var tæpur mánuður síðan Trey Walker, fyrrum lögreglustjóri, og Jim Burns bæjarstjóri höfðu verið handteknir fyrir eiturlyfjasölu og morðtilraun. Þeir höfðu flutt varning sinn í undirgöngum frá fenjamýrinni að húsi Trey og þaðan fóru eiturlyfin í bíla og ekið var með þau út úr fylkinu.
Hneykslið hafði skekið litla bæinn í fenjamýrum Mississippi.
Daniel var næstráðandi lögreglustjórans og hafði þar af leiðandi verið settur lögreglustjóri til bráðabirgða en þetta var starf sem hann hafði ekki viljað fá og gat ekki beðið eftir að tæki enda.
Hún ætti að koma á hverri stundu. Olivia Bradford lögreglustjóri sem hafði verið send hingað frá Natchez. Daniel vissi ekkert um konuna en átti von á kvenskörungi sem hafði ekki einungis vald til að reka þá sem hún vildi heldur var með alla forkólfa í ríkinu á bak við sig.
Það var ekkert skrýtið þó að menn kviðu fyrir að hitta nýja yfirmanninn, væru bæði kvíðnir og órólegir. Hausar fengju að fjúka ef hún fyndi eitthvað eða einhvern sem ekki væri viðeigandi í deildinni. Allir höfðu áhyggjur af starfi sínu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

                                      

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is