Flýtilyklar
Brauðmolar
Vettvangur glæps
-
Grafinn lifandi
Sandöldurnar voru nær blindandi í júnísólinni og adrenalín þaut
um æðar Seths Hawkins þegar hann stöðvaði pallbílinn sinn og
drap á vélinni.
Deadman‘s-sandöldurnar. Það var næstum ár síðan hann
hafði síðast komið hingað til Amber Lake, smábæjarins í
Oklahoma, til að heimsækja systur sína og systurdóttur, auk þess
að upplifa spennuna sem fylgdi því að sigrast á sandöldunum.
Seth setti á sig gleraugu til að hlífa augunum og steig út úr
bílnum. Öldurnar risu framundan, eins og landslag á öðrum
hnetti, tíu kílómetrum frá bænum.
Í fjarska heyrðist vélarhljóð og hann vissi að hann fengi
svæðið ekki fyrir sig einan. Það skipti svo sem ekki máli, það
var nægt pláss fyrir alla.
Hann hafði keyrt hingað frá heimili sínu í Kansas City
snemma um morguninn, hafði borðað hádegismat með Lindu
og Samönthu, systur sinni og dóttur hennar, en hann hafði viljað
komast sem fyrst út á sandöldurnar. Þar skipti ekkert máli nema
barátta mannsins við náttúruöflin.
Eftir nokkrar mínútur hafði hann náð torfæruhjólinu sínu
niður af pallinum. Á meðan hann setti á sig hlífarnar og hjálminn, dró hann andann djúpt að sér til að fylla lungun af hlýju
loftinu.
Næstu vikuna yrði hann ekki FBI-fulltrúinn Seth Hawkins...
hann yrði Seth í fríi, að heimsækja ættingja sína og njóta þessVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúðkaupsferðin
Það small taktfast í lághæluðum götuskóm Cassie Miller á
flísagólfinu á ganginum sem lá að skrifstofu yfirmanns hennar. Þegar rannsakandi hjá FBI var kallaður á skrifstofu Forbes
yfirmanns hafði það yfirleitt í för með sér sambland af spennu
og svolítinn kvíðahroll.
Spennan var miklu meiri en kvíðinn hjá Cassie því hún gat
ekki ímyndað sér neitt sem hún hefði gert til að koma sér í
vandræði. Þetta tæpa ár sem hún hafði starfað á svæðisskrifstofunni í Kansas City, Missouri, hafði hún ekki einu sinni
komist nálægt því að fá áminningu. Cassie gerði sér far um að
fylgja leikreglunum.
Hún var meira en tilbúin fyrir nýtt verkefni. Það voru
nokkrir mánuðir síðan hún hafði gert eitthvað annað en að
skrifa skýrslur og lesa gamlar málsskýrslur til að fá nýtt
sjónar horn á málin. Hún var æst í að komast í einhvern hasar.
Hún hikaði og lagaði kragann á hvítu blússunni sinni undir
létta dökkbláa jakkanum, strauk svo feimnislega niður eftir
þrönga dökkbláa pilsinu til að fullvissa sig um að það væri
ekki krumpað. Henni fannst betra að sýna sína bestu hlið
þegar hún gekk fyrir yfirmanninn.
Hún lagði af stað aftur en sporin urðu svolítið hikandi. Hún
sá manninn sem nálgaðist skrifstofuna úr gagnstæðri átt. Hann
var í þröngum, bláum gallabuxum og bláum stuttermabol sem
lá þétt að breiðum herðum. Göngulagið var kæruleysislegt og
gaf í skyn sjálfsöryggi og kannski svolítinn hroka.
Það var þrennt í lífinu sem Cassie var í nöp við: óreiðu,
bráð læti og sjóðheita manninn sem nálgaðist úr hinni áttinni,
Mick McCane rannsakanda.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bærinn við vatnið
Amberly Nightsong fylgdist með börnunum streyma út úr grunnskólanum, alla vega í laginu og að stærð og á litinn, og skreyta
síðasta gras sumarsins þegar þau hlupu að skólarútum og kyrrstæðum bílum sem biðu.
Eins og venjulega fylltist hún væntumþykju þegar hún sá litla,
grannvaxna, dökkhærða strákinn hlaupa í áttina til sín, andlitið var
uppljómað í sælubrosi.
Hann opnaði farþegahurðina, kastaði skærbláa bakpokanum
sínum í aftursætið og settist svo inn í bílinn. –Hæ mamma.
–Hæ Max, hvernig var dagurinn hjá þér? spurði hún og beið
eftir að hann spennti sig niður, ók svo af stað frá gangstéttinni.
–Góður, nema í frímínútunum þegar Billy Stamford kallaði mig
stelpustrák af því að ég er með hálsmen.
Amberly leit á son sinn og hálsfestina sem hún hafði sett um
hálsinn á honum þegar hann var þriggja ára. Þetta var sama festin
og amma Amberly hafði sett um hálsinn á henni þegar hún var
þriggja ára.
Silfuruglan hafði verið hönnuð og handsmíðuð af afa hennar og
var verndargripur gegn hinu illa. Hráskinnsreiminni sem hún hékk
í hafði margoft verið skipt út gegnum árin og þó að Amberly lifði
ekki samkvæmt siðum Cherokeefólksins, forfeðra sinna, hafði
henni fundist að happagripur frá afa hennar, sem var ætlaður sem
verndargripur, myndi ekki koma að sök.
–Sagðir þú honum að þetta væri ekki venjuleg hálsfesti heldur
mjög sérstök verndarfesti? Útskýrðir þú fyrir honum að uglan og
fjallaljónið væru einu skepnurnar sem voru vakandi alla sköpunarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hvarfið
Lexie Forbes fór sjaldnast snemma úr vinnunni á svæðisskrifstofu FBI í Kansas City en þetta föstudagssíðdegi hætti hún að
vinna klukkan þrjú og gekk að bílnum sínum á bílastæðinu. Það
var ekkert á skrifborðinu hennar sem lá á, bara þessir venjulegu
glæponar og perrar handa henni að eltast við. En hún hafði
vaknað um morguninn og fundið fyrir vægum kvíða sem hún
hafði ekki alveg náð að hrista af sér.
Hún vissi ástæðuna fyrir kvíðanum... Lauren, tvíburasystir
hennar. Þær voru einstaklega nánar og töluðu saman í síma að
minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á dag en undanfarna tvo
daga hafði Lexie ekki náð sambandi við systur sína.
Hún gekk yfir bílastæðið en fyrstu haustlaufin fuku um fætur
hennar og svöl golan vakti óvænta gæsahúð á hand leggj unum.
Hún kom að bílnum, opnaði lásinn og smeygði sér svo undir
stýri. Hún var nýbúin að stinga lyklinum í svissinn og setja í
gang þegar tilfinningin helltist yfir hana, óbærilegur sársauki
sem kviknaði svo snöggt í hnakkanum að hún náði ekki andanum sem snöggvast.
Hann varði bara í augnablik og hvarf svo, hún sat eftir og
barðist við að ná andanum og hélt dauðahaldi um stýrið.
–Úff, sagði hún með andköfum. Hvað var þetta eiginlega?
Hún teygði upp skjálfandi hönd og lagaði baksýnisspegilinn svo
hún gæti séð spegilmynd sína.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.