Örlagasögur

Grunsemdir
Grunsemdir

Grunsemdir

Published Október 2016
Vörunúmer 330
Höfundur Cynthia Eden
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Hjálpaðu mér! Ópið var hátt, langvinnt, sársaukafullt í nóttinni. Mark Montgomery stóð á pallinum framan við húsið hjá sér og starði upp í stjörnubjartan himininn en sneri sér snöggt við þegar hann heyrði hræðsluöskrið. Hann sá hana ekki strax, það var of dimmt. Svo heyrðist greinilegt hófatak nálægt honum. Einhver kom ríðandi og stefndi hratt til hans. Hann stökk niður af pallinum. –Hjálpaðu mér! Ópið var ennþá hærra og greinilega kona sem æpti. Það voru engar konur á búgarðinum þetta kvöld. Mamma hans hafði dáið fyrir nokkrum árum og engar konur í hópi vinnu mannanna sem voru á vakt núna. Svo sá hann hestinn sem ruddist inn í rjóðrið við húsið. Stór og falleg svört meri sem hann þekkti... Lady. Merin tilheyrði McGuire-fjölskyldunni, nágrönnum hans sem bjuggu í 15 kílómetra fjarlægð. Hvað gengur eiginlega... Lítil vera sat í hnipri á bakinu á Lady og hélt fast í hestinn. Hrossið titraði, rennsveitt eftir reiðferðina sem virtist hafa  verið erfið. Reiðtúr seint að kvöldi? –Mark?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is