Örlagasögur

Hefndarslóð
Hefndarslóð

Hefndarslóð

Published Apríl 2021
Vörunúmer 384
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún setti derhúfuna á höfuðið og gerði hvað hún gat til þess að halda sig í skugganum. Gekk svo út í bíl og ók í burtu frá bensínstöðinni. Stór og þrekvaxinn maður í hettupeysu fylgdist með henni þar sem hann stóð við eina bensíndæluna.
Hún fékk hnút í magann. Hafði Robert borgað einhverjum fyrir að elta hana?
Kuldahrollur hríslaðist um hana svo hún steig ákveðið á bensíngjöfina og þaut út á hraðbrautina. Í öngum sínum leit hún í spegilinn til þess að athuga hvort maðurinn væri á hæla hennar en svo var ekki sem betur fór.
En þrátt fyrir þetta bærðust alls kyns tilfinningar í brjósti hennar, ótti og jafnvel örvænting. Hún hafði yfirgefið íbúðina sína, pakkað öllu í skyndi og drifið sig burt. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig hún ætlaði að fara að því að hefja nýtt líf en fyrst varð hún að komast burt frá honum.
Nálgunarbannið sem hún hafði fengið hafði engin áhrif á hann.
Hann hafði einfaldlega leitt það hjá sér og haldið áfram að hóta henni. Hann hafði lofað henni því að hún myndi fá að gjalda fyrir það ef hún færi frá honum.
Síðan hafði hann bundið hana fasta og skilið hana eftir allsnakta og aleina. Hann hafði horfst í augu við hana og sagt
henni að hún yrði að læra að vera almennileg eiginkona.
Þau voru ekki gift. Hún hafði hafnað bónorði hans og gert nokkrar tilraunir til þess að ljúka þessu sambandi.
Hann hafði þverneitað að fallast á það að þessu væri lokið.
Loks þegar henni hafði tekist að losna úr fjötrunum hafði hún drifið sig í burt og gist á ódýru hóteli við hraðbrautina. Hún var skelfingu lostin og vissi í raun ekki hvert hún var að fara. Lögreglan hafði sagt henni að hún gæti ekki aðstoðað hana nema hann skaðaði hana

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is