Örlagasögur

Launmorðinginn
Launmorðinginn

Launmorðinginn

Published Desember 2020
Vörunúmer 380
Höfundur Danica Winters
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það kemur að þeim tímapunkti í lífinu að maður verður að taka afstöðu og sýna öðrum hver maður er í raun og veru. Í skáldsögum var góðmennum alltaf stillt upp á móti illmennum og sá sem var hjartahreinastur sigraði. Í  raunveruleikanum var samt ekkert svona einfalt.
Þegar Zoey var barn hafði hún eytt mörgum klukkutímum í einu við að klifra í uppáhaldstrénu sínu í garðinum og hvísla
leyndarmálum sínum að því meðan hún ímyndaði sér hvernig framtíðin yrði... framtíð sem yrði bara full af hamingju og velgengni. Draumarnir voru mismunandi en enduðu alltaf á því að hún var riddarinn á hvíta hestinum sem bjargaði saklausu fólki.
Hún hafði litið á tréð og styrk þess sem sjálfsagðan hlut, það var alltaf þarna og veitti henni alltaf skjól og hún vonaði að hún gæti veitt öðrum skjól einhvern daginn. Tréð var nokkurs konar hetja í hennar augum.
Einn daginn brotnaði trjágrein undan henni, trjágrein sem leit út fyrir að vera sterk og heilbrigð, og hún féll til jarðar.
Hún hafði verið 9 ára en ef hún lokaði augunum og einbeitti sér heyrði hún ennþá hljóðið þegar fótleggurinn brotnaði við það að lenda á hörðum trjárótunum.
Þegar fyrsti kærastinn hélt framhjá henni með bestu vinkonu hennar og þegar kærastinn hennar í framhaldsskólanum hafði allt í einu látið eins og hún væri ekki til varð henni hugsað um tréð. Þar hafði hún lært sína fyrstu lexíu um réttlætið... þó að allt liti vel út á yfirborðinu og virtist heilbrigt þýddi það ekki að innrætið væri ekki rotið.
Zoey Martin hafði treyst fáum eftir það, bara nokkrum

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is