Sjúkrasögur

Einhleypi pabbinn
Einhleypi pabbinn

Einhleypi pabbinn

Published Apríl 2021
Vörunúmer 397
Höfundur Deanne Anders
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Sarah Henderson skoðaði tölvuútprentið fyrir framan hana.
Henni líkaði ekki hvernig niðurstöður rannsóknarinnar á hinni tíu ára gömlu Lindsey litu út. Hjá barni sem var með hjartagalla fyrir hafði það sem byrjaði sem kvef fljótlega snúist upp í öndunarfærasýkingu. Henni virtist hraka dag frá degi þrátt fyrir að vera gefin sýklalyf í æð.
–Þarna ertu, þrumaði djúp rödd doktor Benton fyrir aftan hana.
Henni brá, þegar hún sneri sér við sá hún eldri manninn standa við hlið annars hærri og mun yngri manns í hvítum slopp.
–Sarah, mig langar að kynna þig fyrir doktor David Wright.
Hann er að hefja störf með okkur hérna á deildinni í þessari viku.
Sarah stóð upp og rétti fram hendina. Þegar nýi læknirinn tók í hana leit hún í gullfalleg augu sem voru í óvanalegum lit, blöndu af grænu og gráu, og hún var slegin af déjà vu þegar hún sá dökkbrúnt hárið og sterklega hökuna sem fylgdu þeim. Hún var viss um að hún hefði séð þetta andlit áður, en hvar?
–Er allt í lagi með þig? spurði hlýleg, umhyggjusöm rödd.
Rödd sem hún gat svarið að hún hefði heyrt áður. Var það

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is